Ólafur: Okkur var refsað grimmilega fyrir allt sem við gerðum illa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2011 22:40 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Mynd/Anton Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, var allt annað en sáttur með tapleik íslenska landsliðsins í Ungverjalandi í kvöld. Íslenska liðið tapaði 0-4 fyrir Ungverjum og hefur aldrei tapað stærra undir hans stjórn. „Þetta var alls ekki gott. Okkur var refsað grimmilega fyrir allt sem við gerðum illa," sagði Ólafur en lokakafli íslenska liðsins í leiknum var skelfilegur. „Það dregur auðvitað af mönnum þegar staðan er orðin 3-0 og 4-0. Það er líka oft þannig í þessum æfingaleikjum þegar búið er að skipta inn á fjórum til sex mönnum þá dettur oft takturinn úr leik. Það gerði það svo sannarlega hjá okkur. Tapið er mjög slæmt, það er ljóst," sagði Ólafur. Íslenska liðið gaf Ungverjum fyrsta markið á 32. mínútu en Ungverjar bættu síðan við öðru marki á lokamínútu fyrir hálfleiksins. „Ég held að markið rétt fyrir leikhlé hafi verið okkur mjög erfitt því mér fannst þeir ekki vera að skapa sér neitt mikið í fyrri hálfleik og leikurinn var þá í þokkalegu jafnvægi. Auðvitað var slæmt að fá annað markið á sig þar sem við náðum ekki einu sinni að taka miðju," sagði Ólafur. „Við töluðum um það í hálfleik að gefast ekki upp og okkur fannst hlutirnir vera að ganga þannig að fyrst að þeir gátu gert tvö mörk á okkur í fyrri hálfeik þá ættum við alveg að geta það líka í seinni hálfleik. Við ætluðum að mæta þeim grimmir í seinni hálfleik og gerðum það ágætlega. Því miður ekki það ekki lengra en það," sagði Ólafur. „Það eru líka vonbrigði að við fengum engin færi í leiknum. Það sem vantar er að klára okkar sóknir. Ég spilaði bara með einn varnarsinnaðan miðjumann og það eru því ákveðin vonbrigði að við skyldum ekki skapa okkur fleiri færi," sagði Ólafur. „Það er slæmt að tapa og það fer á sálina á mönnum þegar hlutirnir ganga ekki upp. Það er bara staðreynd. Þetta lítur ekki vel út og auðvitað fer þetta líka á sálina hjá mér. Þegar liðinu gengur ekki vel þá er baulað á þjálfarana og við vitum það og þekkjum það," sagði Ólafur aðspurður um stöðu sína með liðið. Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, var allt annað en sáttur með tapleik íslenska landsliðsins í Ungverjalandi í kvöld. Íslenska liðið tapaði 0-4 fyrir Ungverjum og hefur aldrei tapað stærra undir hans stjórn. „Þetta var alls ekki gott. Okkur var refsað grimmilega fyrir allt sem við gerðum illa," sagði Ólafur en lokakafli íslenska liðsins í leiknum var skelfilegur. „Það dregur auðvitað af mönnum þegar staðan er orðin 3-0 og 4-0. Það er líka oft þannig í þessum æfingaleikjum þegar búið er að skipta inn á fjórum til sex mönnum þá dettur oft takturinn úr leik. Það gerði það svo sannarlega hjá okkur. Tapið er mjög slæmt, það er ljóst," sagði Ólafur. Íslenska liðið gaf Ungverjum fyrsta markið á 32. mínútu en Ungverjar bættu síðan við öðru marki á lokamínútu fyrir hálfleiksins. „Ég held að markið rétt fyrir leikhlé hafi verið okkur mjög erfitt því mér fannst þeir ekki vera að skapa sér neitt mikið í fyrri hálfleik og leikurinn var þá í þokkalegu jafnvægi. Auðvitað var slæmt að fá annað markið á sig þar sem við náðum ekki einu sinni að taka miðju," sagði Ólafur. „Við töluðum um það í hálfleik að gefast ekki upp og okkur fannst hlutirnir vera að ganga þannig að fyrst að þeir gátu gert tvö mörk á okkur í fyrri hálfeik þá ættum við alveg að geta það líka í seinni hálfleik. Við ætluðum að mæta þeim grimmir í seinni hálfleik og gerðum það ágætlega. Því miður ekki það ekki lengra en það," sagði Ólafur. „Það eru líka vonbrigði að við fengum engin færi í leiknum. Það sem vantar er að klára okkar sóknir. Ég spilaði bara með einn varnarsinnaðan miðjumann og það eru því ákveðin vonbrigði að við skyldum ekki skapa okkur fleiri færi," sagði Ólafur. „Það er slæmt að tapa og það fer á sálina á mönnum þegar hlutirnir ganga ekki upp. Það er bara staðreynd. Þetta lítur ekki vel út og auðvitað fer þetta líka á sálina hjá mér. Þegar liðinu gengur ekki vel þá er baulað á þjálfarana og við vitum það og þekkjum það," sagði Ólafur aðspurður um stöðu sína með liðið.
Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira