Ellen ekki á landinu heldur þýskur tvífari Boði Logason skrifar 3. ágúst 2011 15:55 Caroline ásamt íslenskri vinkonu sinni á Þingvöllum í dag. Eins og sést á þessari mynd er svipur með henni og skemmtikraftinum Ellen Degerenes. Mynd úr einkasafni „Ég trúi þessu varla, við erum bara búin að hlæja og hlæja af þessu,“ segir Caroline Koch, þýskur ferðamaður sem er í fríi hér á landi í nokkra daga hjá íslenskum vinum sínum. Þegar fréttir bárust af veru Ellen Degerenes, skemmtikrafti og þáttastjórnanda, hér á landi í morgun brá henni heldur betur í brún og vinkonur hennar lögðu saman tvo og tvo. Caroline þykir sláandi lík stórstjörnunni. Stjórnarmaður Hinseigin daga sagðist í samtali við stærstu vefmiðla landsins vonast til að Ellen kæmi í gönguna á laugardaginn og sagði hana vera mikið átrúnaðargoð hjá lesbíum og hommum, en Ellen er samkynhneigð. Rætt var við eiganda Söstrene Grene í Smáralind í fjölmiðlum, meðal annars hér á Vísi, sem sagðist hafa afgreitt sjónvarpsstjörnuna í Smáralind í gær. Svo skemmtilega vill til að Caroline fór í Smáralind í gær ásamt íslenskum vinkonum sínum og versluðu þær meðal annars í búðinni Söstrene Grene. Eftir að ruglingurinn komst upp hafði fréttastofa aftur samband við eiganda búðarinnar, sem þótti misskilningurinn engu síður spaugilegur en Caroline sjálfri. Hún vildi hinsvegar ítreka það að hún hafði ekki frumkvæði að því að hafa samband við fjölmiðla. Caroline segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem hún lendir í aðstæðum sem þessum. „Ég hef oft lent í þessu um allan heim en ekkert eins og hér á Íslandi að þetta fari í fjölmiðla,“ segir hún. Og henni finnst skemmtilegt að vera orðin fræg á Íslandi. „Það er dásamlegt,“ segir hún hlæjandi. Hún segist vera mikill aðdáandi Ellenar og segist hafa horft mikið á hana í gegnum tíðina. „Mér finnst hún frábær skemmtikraftur og rosalega fyndin.“ Íslandsvinir Tengdar fréttir Ellen myndi gleðja mörg hjörtu ef hún yrði viðstödd gönguna „Hún er ekki á okkar vegum," segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, sem situr í stjórn Hinseigin daga sem hefjast á fimmtudaginn næstkomandi. 3. ágúst 2011 10:30 Stórstjarnan Ellen Degeneres í Smáralind Þáttastjórnandinn og grínistinn Ellen Degeneres er í heimsókn á Íslandi, mögulega í tengslum við Gay Pride-hátíðina sem er að hefjast. Ellen er sjálf lesbía og hefur barist ötullega fyrir réttindum samkynhneigðra. 3. ágúst 2011 10:13 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Ég trúi þessu varla, við erum bara búin að hlæja og hlæja af þessu,“ segir Caroline Koch, þýskur ferðamaður sem er í fríi hér á landi í nokkra daga hjá íslenskum vinum sínum. Þegar fréttir bárust af veru Ellen Degerenes, skemmtikrafti og þáttastjórnanda, hér á landi í morgun brá henni heldur betur í brún og vinkonur hennar lögðu saman tvo og tvo. Caroline þykir sláandi lík stórstjörnunni. Stjórnarmaður Hinseigin daga sagðist í samtali við stærstu vefmiðla landsins vonast til að Ellen kæmi í gönguna á laugardaginn og sagði hana vera mikið átrúnaðargoð hjá lesbíum og hommum, en Ellen er samkynhneigð. Rætt var við eiganda Söstrene Grene í Smáralind í fjölmiðlum, meðal annars hér á Vísi, sem sagðist hafa afgreitt sjónvarpsstjörnuna í Smáralind í gær. Svo skemmtilega vill til að Caroline fór í Smáralind í gær ásamt íslenskum vinkonum sínum og versluðu þær meðal annars í búðinni Söstrene Grene. Eftir að ruglingurinn komst upp hafði fréttastofa aftur samband við eiganda búðarinnar, sem þótti misskilningurinn engu síður spaugilegur en Caroline sjálfri. Hún vildi hinsvegar ítreka það að hún hafði ekki frumkvæði að því að hafa samband við fjölmiðla. Caroline segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem hún lendir í aðstæðum sem þessum. „Ég hef oft lent í þessu um allan heim en ekkert eins og hér á Íslandi að þetta fari í fjölmiðla,“ segir hún. Og henni finnst skemmtilegt að vera orðin fræg á Íslandi. „Það er dásamlegt,“ segir hún hlæjandi. Hún segist vera mikill aðdáandi Ellenar og segist hafa horft mikið á hana í gegnum tíðina. „Mér finnst hún frábær skemmtikraftur og rosalega fyndin.“
Íslandsvinir Tengdar fréttir Ellen myndi gleðja mörg hjörtu ef hún yrði viðstödd gönguna „Hún er ekki á okkar vegum," segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, sem situr í stjórn Hinseigin daga sem hefjast á fimmtudaginn næstkomandi. 3. ágúst 2011 10:30 Stórstjarnan Ellen Degeneres í Smáralind Þáttastjórnandinn og grínistinn Ellen Degeneres er í heimsókn á Íslandi, mögulega í tengslum við Gay Pride-hátíðina sem er að hefjast. Ellen er sjálf lesbía og hefur barist ötullega fyrir réttindum samkynhneigðra. 3. ágúst 2011 10:13 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ellen myndi gleðja mörg hjörtu ef hún yrði viðstödd gönguna „Hún er ekki á okkar vegum," segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, sem situr í stjórn Hinseigin daga sem hefjast á fimmtudaginn næstkomandi. 3. ágúst 2011 10:30
Stórstjarnan Ellen Degeneres í Smáralind Þáttastjórnandinn og grínistinn Ellen Degeneres er í heimsókn á Íslandi, mögulega í tengslum við Gay Pride-hátíðina sem er að hefjast. Ellen er sjálf lesbía og hefur barist ötullega fyrir réttindum samkynhneigðra. 3. ágúst 2011 10:13