KR-útvarpið mun lýsa leik KR og Dinamo Tbilisi í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA ytra í dag. Leikurinn hefst klukkan 17.00 en útsendingin klukkutíma fyrr.
KR á litla möguleika á að komast áfram þar sem að Georgíumennirnir unnu fyrri leik liðanna á KR-velli með fjórum mörkum gegn einu.
Jónas Kristinsson mun lýsa leiknum en Þröstur Emilsson verður á vaktinni í KR-heimilinu. Útsendinguna má nálgast á tíðninni 98,3 en einnig á heimasíðunni netheimur.is, þar sem farsímanotendur geta einnig hlustað á lýsinguna.
Íslenski boltinn