Formaður Þjóðhátíðarnefndar: Niðurlægjandi að sitja undir froðusnakki 5. ágúst 2011 09:22 "Eyjamenn leiða dætur sínar í Herjólfsdal. Þeir eru ekki að leiða þær í gin ljónsins," segir Páll „Að halda því fram Eyjamenn velji til að stjórna hátíðinni, menn sem stjórnist af gróðasjónarmiðum, styðji nauðgunarmenningu og eru skjól fyrir kynferðisbrotamenn, er óráðshjal. Það er niðurlægjandi fyrir Vestmannaeyinga að sitja undir jafn ömurlegu froðusnakki." Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, hefur sent frá sér í því tilefni að Þjóðhátíð er lokið. Þar segir hann tvö atriði standa upp úr. „Góð og vond. Framkvæmd 14.000 manna hátíðar gengur mjög vel þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, glæsilegri dagsskrá er vel skilað í nýrri umgjörð, það er jákvæða hliðin. Sú neikvæða er að meðal gesta á hátíðinni leynast fársjúkir einstaklingar. Einstaklingar sem gera fólskulega árás á saklausa gesti. Árás sem opnar djúpt sár og skilur eftir ljótt ör á sálinni. Ófyrirgefanlegt. Þolendum og aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð," segir í yfirlýsingunni. Sem kunnugt er hafa tvær nauðganir sem áttu sér stað á Þjóðhátíð verið kærðar og vitað er um fjórar nauðganir til viðbótar sem áttu sér stað á hátíðinni. Páll sætti nokkurri gagnrýni fyrir hátíðina í ár eftir að hann sagði Stígamót nærast á kynferðisbrotum og að hann teldi ekki þörf á að þau væru á Þjóðhátíð í ár til að sinna forvarnarstarfi og taka á móti fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Í yfirlýsingunni þakkar Páll þeim sem komu að framkvæmt og undirbúningi Þjóðhátíðar fyrir gott starf. „Og minna á það í leiðinni að útilokað er að færa ábyrgð þeirra voðaverka sem framin voru í Herjólfsdal á heiðarlega, harðduglega og heilbrigða starfsmenn hátíðarinnar. Gerandinn skal bera ábyrgðina," segir hann. Páll er bendir á að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sé fjölskylduhátið sem haldin hefur verið frá árinu 1874. „Eyjamenn leiða dætur sínar í Herjólfsdal. Þeir eru ekki að leiða þær í gin ljónsins. Allt kapp er lagt á að tryggja öryggi gesta. Öryggisþátturinn er í stöðugri þróun og endurskoðun," segir hann. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Að halda því fram Eyjamenn velji til að stjórna hátíðinni, menn sem stjórnist af gróðasjónarmiðum, styðji nauðgunarmenningu og eru skjól fyrir kynferðisbrotamenn, er óráðshjal. Það er niðurlægjandi fyrir Vestmannaeyinga að sitja undir jafn ömurlegu froðusnakki." Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, hefur sent frá sér í því tilefni að Þjóðhátíð er lokið. Þar segir hann tvö atriði standa upp úr. „Góð og vond. Framkvæmd 14.000 manna hátíðar gengur mjög vel þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, glæsilegri dagsskrá er vel skilað í nýrri umgjörð, það er jákvæða hliðin. Sú neikvæða er að meðal gesta á hátíðinni leynast fársjúkir einstaklingar. Einstaklingar sem gera fólskulega árás á saklausa gesti. Árás sem opnar djúpt sár og skilur eftir ljótt ör á sálinni. Ófyrirgefanlegt. Þolendum og aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð," segir í yfirlýsingunni. Sem kunnugt er hafa tvær nauðganir sem áttu sér stað á Þjóðhátíð verið kærðar og vitað er um fjórar nauðganir til viðbótar sem áttu sér stað á hátíðinni. Páll sætti nokkurri gagnrýni fyrir hátíðina í ár eftir að hann sagði Stígamót nærast á kynferðisbrotum og að hann teldi ekki þörf á að þau væru á Þjóðhátíð í ár til að sinna forvarnarstarfi og taka á móti fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Í yfirlýsingunni þakkar Páll þeim sem komu að framkvæmt og undirbúningi Þjóðhátíðar fyrir gott starf. „Og minna á það í leiðinni að útilokað er að færa ábyrgð þeirra voðaverka sem framin voru í Herjólfsdal á heiðarlega, harðduglega og heilbrigða starfsmenn hátíðarinnar. Gerandinn skal bera ábyrgðina," segir hann. Páll er bendir á að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sé fjölskylduhátið sem haldin hefur verið frá árinu 1874. „Eyjamenn leiða dætur sínar í Herjólfsdal. Þeir eru ekki að leiða þær í gin ljónsins. Allt kapp er lagt á að tryggja öryggi gesta. Öryggisþátturinn er í stöðugri þróun og endurskoðun," segir hann.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira