Íslenski boltinn

Gylfi spilar ekki gegn Ungverjalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi í leik með íslenska U-21 landsliðinu á EM í Danmörku í sumar.
Gylfi í leik með íslenska U-21 landsliðinu á EM í Danmörku í sumar. Nordic Photos / AFP
Gylfi Þór Sigurðsson staðfesti í samtali við Vísi í dag að hann geti ekki spilað með íslenska landsliðinu gegn Ungverjalandi á miðvikudaginn þar sem hann á við meiðsli að stríða.

Gylfi meiddist á hné snemma á undirbúningstímabilinu með liði sínu, Hoffenheim í Þýskalandi, og hefur ekki enn jafnað sig. Ljóst er að hann mun missa af leik sinna manna gegn Hannover á morgun en þá fer keppni í þýsku úrvalsdeildinni af stað.

„Ég er búinn að tala við Óla (Ólaf Jóhannesson, landsliðsþjálfara) og við erum sammála um að ég verði áfram í Þýskalandi til að ná mér af meiðslunum,“ sagði Gylfi. „Ég er ekki enn byrjaður að æfa aftur með liðinu en vonandi næ ég því seint í næstu viku. Maður veit aldrei hvað svona lagað tekur langan tíma,“ bætti hann við en Gylfi er með trosnuð liðbönd í hné.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×