Þrír leikir fóru fram í 15. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Skagamenn héldu uppteknum hætti með sigri á heimamönnum í Ólafsvík, HK tapaði í Laugardalnum gegn Þrótti og Fjölnir lagði ÍR í Breiðholtinu.
Skagamenn eru komnir með níu tær á efstu deildar sæti eftir 1-0 sigur á Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Markahrókurinn Gary Martin skoraði eina mark leiksins strax á 8. mínútu. Skagamenn langefstir í deildinni með 43 stig af 45 mögulegum.
Botnlið HK sótti Þrótt heim í Laugardalinn og beið lægri hlut 3-1. Halldór Hilmisson skoraði tvívegis og Sveinbjörn Jónsson eitt mark fyrir Þrótt sem leiddi 3-0 í hálfleik. Ívar Örn Jónsson lagaði stöðuna fyrir HK með marki í síðari hálfleik.
Loks vann Fjölnir 1-0 baráttusigur á ÍR í Breiðholtinu. Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði eina mark leiksins eftir hálftíma leik. Davíð Þór Rúnarsson, nýjasti liðsmaður Fjölnis, vill eflaust gleyma leiknum sem fyrst. Honum var vikið af velli undir lok leiksins andartökum eftir að hann kom inná sem varamaður.
Íslenski boltinn