Íslenski boltinn

Guðný dæmd í fjögurra leikja bann fyrir að skalla mótherja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðný Guðleif Einarsdóttir í leik með KR.
Guðný Guðleif Einarsdóttir í leik með KR. Mynd/Heimasíða KR
Guðný Guðleif Einarsdóttir, leikmaður FH í 1. deild kvenna í fótbolta, var í dag dæmd í fjögurra leikja bann af Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. Guðný missti stjórn á sér í leik á móti sínum gömlu félögum í Sindra um síðustu helgi og skallaði mótherja.

„Ljótt atvik setti svartan blett á annars flotta frammistöðu FH en eftir 15 mínútna leik í síðari hálfleik var Guðnýju Guðleifu Einarsdóttur, leikmanni FH, vísað af velli fyrir að skalla leikmann Sindra í andlitið.. Virkilega ljótt brot og hlúa þurfti að leikmanni Sindra utan vallar í kjölfarið. Leikmenn Sindra voru afar ósáttir við Guðnýju þarna en það sem þeim sveið hvað mest er að Guðný er frá Höfn og lék með Sindraliðinu í fyrra," segir í frétt um leikinn inn á vefsíðunni fótbolti.net.

FH-liðið var 3-0 yfir í leiknum þegar atvikið varð en liðið vann leikinn á endanum 8-0 þrátt fyrir að leika manni færri síðasta hálftímann.

Guðný sem er 27 ára gömul lék fjóra leiki með Sindra á síðasta tímabili en hún hefur einnig leikið með KR undanfarin tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×