Íslenski boltinn

Selfoss minnkaði forskot ÍA í níu stig - tveir sigrar í röð hjá Leikni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson skoraði tvö mörk í kvöld.
Jón Daði Böðvarsson skoraði tvö mörk í kvöld. Mynd/Stefán
Selfyssingar unnu 4-0 sigur á Gróttu í 1. deild karla í fótbolta í kvöld, minnkuðu forskot Skagamanna í níu stig og náðu ennfremur átta stiga forskoti á liðin í 3. og 4. sæti. Leiknismenn bættu stöðu sína í botnbaráttunni með því að vinna 3-0 útisigur á HK og komast upp úr fallsæti.

Jón Daði Böðvarsson skoraði tvö mörk og þeir Viðar Örn Kjartansson og Babacar Sarr skoruðu eitt mark hvor þegar Selfoss vann 4-0 sigur á Gróttu. Selfoss var komið í 3-0 í hálfleik. Sefloss hefur nú 28 stig í 2. sæti deildarinnar en Haukar og Þróttur eru með 20 stig í næstu sætum á eftir.

Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði tvö mörk og Pape Mamadou Faye var með eitt mark í 3-0 útisigri Leikni á HK í Kópavogi. Zoran Miljkovic er greinilega að gera góða hluti með Breiðhyltinga því liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína og þessi sex stig hafa komið liðinu upp úr fallsæti.

HK er nú eitt á botninum með aðeins fimm stig en KA og Leiknir hafa bæði tíu stig. Leiknir er hinsvegar með betri markatölu og KA-menn verða því að sætta sig við það að setja í fallsæti.

Úrslit í 1. deild karla í  kvöld:

Selfoss-Grótta 4-0

1-0 Viðar Örn Kjartansson (12.), 2-0 Babacar Sarr (18.), Jón Daði Böðvarsson (44.), 4-0 Jón Daði Böðvarsson (60.)      

HK-Leiknir 0-3

0-1 Pape Mamadou Faye (39.), 0-2 Ólafur Hrannar Kristjánsson (50.), 0-3 Ólafur Hrannar Kristjánsson (67.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×