Íslenski boltinn

Kristinn dæmir á Emirates Cup

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Jakobsson.
Kristinn Jakobsson. Mynd/Anton
Kristinn Jakobsson verður á ferð og flugi næstu daga en enska knattspyrnusambandið hefur boðið honum að dæma á æfingamótinu Emirates Cup sem fram fer á heimavelli Arsenal. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Auk heimaliðsins leika þarna: Boca Juniors frá Argentínu, PSG frá Frakklandi og New York Red Bulls frá Bandaríkjunum. Kristinn mun dæma opnunarleik mótsins, laugardaginn 30. júlí, á milli New York Red Bulls og PSG ásamt því að hann verður varadómari á leik Boca Juniors og PSG á sunnudeginum.

Kristinn mun svo fara til Zagreb í Króatíu en þar mun hann dæma leik Dinamo Zagreb og HJK Helsinki í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA. Þetta verður síðari viðureign liðanna og fer fram miðvikudaginn 3. ágúst.

Kristni til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson. Fjórði dómari verður Magnús Þórisson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×