Íslenski boltinn

Sigurganga Skagamanna heldur áfram - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skagamenn fagna í gær.
Skagamenn fagna í gær. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson.
Skagamenn unnu sinn tíunda leik í röð í 1. deild karla í gær þegar þeir unnu 2-1 sigur á Selfossi í toppslag deildarinnar. ÍA-liðið hefur náð í 40 stig af 42 mögulegum í fyrstu fjórtán leikjum sínum í sumar.

Mark Doninger skoraði sigurmark ÍA beint úr aukaspyrnu í blálok leiksins en með þessum sigri náðu Skagamenn tólf stiga forskoti á Selfoss í 2. sætinu og ennfremur 19 stiga forskoti á Hauka sem eru í 3. sætinu.

Guðmundur Bjarki Halldórsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á Akranesi í gærkvöldi og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

Guðmundur Bjarki Halldórsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×