Formaður BÍ/Bolungarvíkur biður Ólsara afsökunar Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júlí 2011 16:45 Tomi Ameobi, leikmaður BÍ/Bolungarvíkur. Mynd/Anton „Ég bið Ólafsvíkinga afsökunar á þessu," sagði Samúel Samúelsson formaður BÍ/Bolungarvíkur í viðtali við vefsíðuna Fótbolta.net í dag. Eins og Vísir greindi frá í gær þá var fjallað um hegðun Ólafsvíkinga á vellinum á föstudagskvöld þar sem heimamenn áttu að hafa hrópað ókvæðisorð að leikmönnum BÍ/Bolungarvíkur sem tengja má við kynþáttfordóma. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur, www.bibol.is, var fjallað um leikinn og í lok umfjöllunarinnar stendur: „Það má bæta við þetta að andrúmsloftið í Ólafsvík var vægast sagt öðruvísi en annars staðar því oft á tíðum var hrópað að tveim leikmönnum okkar mjög niðrandi hróp sem flokkast einfaldlega undir kynþáttafordóma. Hrópin ómuðu um Ólafsvík og fóru væntanlega ekki framhjá neinum íbúa bæjarins." Samúel Samúelsson, formaður klúbbsins, hefur nú beðið íbúa Ólafsvíkur afsökunar og það hafi verið orðum ofaukið að tala um bæjarfélagið í heild sinni þegar kom að þessu leiðinlega máli. „Í ljósi þessarar umræðu varðandi Víking Ólafsvík í heild sinni þá harma ég að þetta hafi komið fram á okkar vef," sagði Samúel einnig við fotbolta.net. „Þó einn áhorfandi á vegum Víkings hafi hegðað sér óeðlilega finnst mér leiðinlegt að stimpla fótboltafélagið og bæjarfélagið fyrir það." Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV og uppalinn Ólsari hefur í kjölfarið dregið tilbaka ummæli sín á Twitter þess efnis að BÍ/Bolungarvík sé mesti skítaklúbbur landsins. Íslenski boltinn Tengdar fréttir BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. 8. júlí 2011 22:08 Brynjar Gauti: BÍ/Bolungarvík einn mesti skítaklúbbur landsins Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV kallar BÍ/Bolungarvík skítaklúbb. Í gær fjallaði Vísir um ásakanir Vestfirðinga um að stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík hefðu sýnt leikmönnum BÍ/Bolungarvík kynþáttafordóma. 10. júlí 2011 09:30 BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð. 9. júlí 2011 16:45 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
„Ég bið Ólafsvíkinga afsökunar á þessu," sagði Samúel Samúelsson formaður BÍ/Bolungarvíkur í viðtali við vefsíðuna Fótbolta.net í dag. Eins og Vísir greindi frá í gær þá var fjallað um hegðun Ólafsvíkinga á vellinum á föstudagskvöld þar sem heimamenn áttu að hafa hrópað ókvæðisorð að leikmönnum BÍ/Bolungarvíkur sem tengja má við kynþáttfordóma. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur, www.bibol.is, var fjallað um leikinn og í lok umfjöllunarinnar stendur: „Það má bæta við þetta að andrúmsloftið í Ólafsvík var vægast sagt öðruvísi en annars staðar því oft á tíðum var hrópað að tveim leikmönnum okkar mjög niðrandi hróp sem flokkast einfaldlega undir kynþáttafordóma. Hrópin ómuðu um Ólafsvík og fóru væntanlega ekki framhjá neinum íbúa bæjarins." Samúel Samúelsson, formaður klúbbsins, hefur nú beðið íbúa Ólafsvíkur afsökunar og það hafi verið orðum ofaukið að tala um bæjarfélagið í heild sinni þegar kom að þessu leiðinlega máli. „Í ljósi þessarar umræðu varðandi Víking Ólafsvík í heild sinni þá harma ég að þetta hafi komið fram á okkar vef," sagði Samúel einnig við fotbolta.net. „Þó einn áhorfandi á vegum Víkings hafi hegðað sér óeðlilega finnst mér leiðinlegt að stimpla fótboltafélagið og bæjarfélagið fyrir það." Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV og uppalinn Ólsari hefur í kjölfarið dregið tilbaka ummæli sín á Twitter þess efnis að BÍ/Bolungarvík sé mesti skítaklúbbur landsins.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. 8. júlí 2011 22:08 Brynjar Gauti: BÍ/Bolungarvík einn mesti skítaklúbbur landsins Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV kallar BÍ/Bolungarvík skítaklúbb. Í gær fjallaði Vísir um ásakanir Vestfirðinga um að stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík hefðu sýnt leikmönnum BÍ/Bolungarvík kynþáttafordóma. 10. júlí 2011 09:30 BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð. 9. júlí 2011 16:45 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. 8. júlí 2011 22:08
Brynjar Gauti: BÍ/Bolungarvík einn mesti skítaklúbbur landsins Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV kallar BÍ/Bolungarvík skítaklúbb. Í gær fjallaði Vísir um ásakanir Vestfirðinga um að stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík hefðu sýnt leikmönnum BÍ/Bolungarvík kynþáttafordóma. 10. júlí 2011 09:30
BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð. 9. júlí 2011 16:45