Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna 13. júlí 2011 19:02 Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. Merki um oróa í vestanverðum Vatnajökli komu fram á jarðskjálftamælum í gær og bentu til þess að hlaup væri að hefjast. Upp úr miðnætti tók vatnsyfirborð Hágöngulóns að hækka hratt en flóðvatnið fór síðan niður Köldukvísl, til Sauðafellslóns og loks í Þórisvatn. Í fyrstu var talið að hlaupið væri ættað úr Hamarslóni við jökuljaðarinn, en Helgi Björnsson jöklafræðingur segir að ljósmynd sem tekin var fyrir mánuði sýni að þar var ekkert vatn. Augun beinist því að jarðhitakatli sem er vestan við Skaftárkatlana tvo en úr þeim hleypur í Skaftárhlaupum. Ekki hefur gefist færi á að fljúga þar yfir í dag en einnig er vonast til að efnagreiningar á hlaupvatninu gefið vísbendingar um hvort hlaupið sé runnið undan katlinum. Helgi segir að lengi hafi verið vitað um þennan ketil. Hann hafi verið talinn lítill og meinlaust en Helgi telur nokkuð ljóst að ef þar bráðnaði vatn færi það niður í Hamarslón og Köldukvísl. Rennslismælar Landsvirkjunar sýna að hlaupgusan sem kom niður í Hágöngulón í nótt var gríðarstór og mældist rennslið mest um 2.200 rúmmetrar á sekúndu um þrjúleytið. Til samanburðar má geta þess að rennslistoppurinn í síðasta Skaftárhlaupi, sem var eitt hið stærsta í seinni tíð, var um tveir þriðju af þessu. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna, Hágöngulón hafði síðdegis hækkað um 120 sentímetra, Sauðafellslón um 80 sentímetra og Þórisvatn um 20 sentímetra. Hvorki brýr né stíflumannvirki skemmdust. Þessi atburður nú gerist aðeins fjórum sólarhringum eftir að sambærilegt hlaup kom niður úr Mýrdalsjökli og sópaði burt brúnni á Múlakvísl, en sá hlauptoppur er talinn hafa verið ívið minni, eða tæplega tvöþúsund rúmmetrar á sekúndu. En eru þessir atburðir tengdir? Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekkert benda til neinna tengsla í jarðskorpunni. Ef einhver tenging væri gæti það verið veðurfarsleg skýring. Skyndileg hlýnun og og mikil bráðnun gæti hafa opnað rásir í jöklunum og hleypt af stað jökulhlaupum. Hlaup í Skaftá Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. Merki um oróa í vestanverðum Vatnajökli komu fram á jarðskjálftamælum í gær og bentu til þess að hlaup væri að hefjast. Upp úr miðnætti tók vatnsyfirborð Hágöngulóns að hækka hratt en flóðvatnið fór síðan niður Köldukvísl, til Sauðafellslóns og loks í Þórisvatn. Í fyrstu var talið að hlaupið væri ættað úr Hamarslóni við jökuljaðarinn, en Helgi Björnsson jöklafræðingur segir að ljósmynd sem tekin var fyrir mánuði sýni að þar var ekkert vatn. Augun beinist því að jarðhitakatli sem er vestan við Skaftárkatlana tvo en úr þeim hleypur í Skaftárhlaupum. Ekki hefur gefist færi á að fljúga þar yfir í dag en einnig er vonast til að efnagreiningar á hlaupvatninu gefið vísbendingar um hvort hlaupið sé runnið undan katlinum. Helgi segir að lengi hafi verið vitað um þennan ketil. Hann hafi verið talinn lítill og meinlaust en Helgi telur nokkuð ljóst að ef þar bráðnaði vatn færi það niður í Hamarslón og Köldukvísl. Rennslismælar Landsvirkjunar sýna að hlaupgusan sem kom niður í Hágöngulón í nótt var gríðarstór og mældist rennslið mest um 2.200 rúmmetrar á sekúndu um þrjúleytið. Til samanburðar má geta þess að rennslistoppurinn í síðasta Skaftárhlaupi, sem var eitt hið stærsta í seinni tíð, var um tveir þriðju af þessu. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna, Hágöngulón hafði síðdegis hækkað um 120 sentímetra, Sauðafellslón um 80 sentímetra og Þórisvatn um 20 sentímetra. Hvorki brýr né stíflumannvirki skemmdust. Þessi atburður nú gerist aðeins fjórum sólarhringum eftir að sambærilegt hlaup kom niður úr Mýrdalsjökli og sópaði burt brúnni á Múlakvísl, en sá hlauptoppur er talinn hafa verið ívið minni, eða tæplega tvöþúsund rúmmetrar á sekúndu. En eru þessir atburðir tengdir? Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekkert benda til neinna tengsla í jarðskorpunni. Ef einhver tenging væri gæti það verið veðurfarsleg skýring. Skyndileg hlýnun og og mikil bráðnun gæti hafa opnað rásir í jöklunum og hleypt af stað jökulhlaupum.
Hlaup í Skaftá Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira