Íslenski boltinn

Undanúrslitaleikur Íslands á EM U17 ára beint á Eurosport 2

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hildur Antonsdóttir er í íslenska liðinu.
Hildur Antonsdóttir er í íslenska liðinu.
Sjónvarpsstöðin Eurosport 2 á fjölvarpinu sýnir viðureign Íslands og Spánverja í undanúrslitum Evrópumóts stúlknalandsliða í beinni útsendingu. Leikurinn fer fram í Nyon í Sviss þann 28. júlí næstkomandi.

Íslenski landsliðshópurinn var valinn nýverið og má sjá í tengdri frétt hér fyrir neðan. Stelpurnar lentu nýverið í 5. sæti á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu þar sem þær stóðu sig einkar vel.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Þýskaland og Frakkland. Eurosport 2 sýnir báða undanúrslitaleikina í keppninni auk úrslitaleiksins sunnudaginn 31. júlí.

Íslendingar á faraldsfæti geta nálgast miða á keppnina í Nyon en aðgangur að leikjunum er ókeypis. Miða má nálgast í höfuðstöðvum UEFA í Nyon, ferðaskrifstofu Nyon-svæðisins eða á leikdegi á Colovray-vellinum í Nyon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×