Íslenski boltinn

Leiknir lyfti sér úr botnsætinu með sigri gegn KA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pape í leik með Fylkismönnum.
Pape í leik með Fylkismönnum. Mynd. / Stefán
Leiknismenn unnu sinn fyrsta sigur í 1.deildinni í sumar í dag þegar þeir lögðu KA-menn 2-0 fyrir norðan, en Leiknir komst með sigrinum af botni deildarinnar.

Leiknismenn réðu til sín nýjan þjálfara í vikunni, en Zoran Miljkovic tók við liðinu og kannski hafði sú ráðning góð áhrif á liðið, fyrsti sigurinn er í það minnsta komin í hús.

Pape Mamadou Faye skoraði bæði mörk Breiðhyltinga, en KA-menn halda áfram að falla niður stigatöfluna og eru sem stendur í 10. sæti með tíu stig. Leiknir komst upp fyrir HK upp í 11. sæti deildarinnar og eru með sjö stig. HK er sem fyrr á botni deildarinnar með 5 stig.

Það verður sannkallaður botnslagur í næstu umferð þegar Leikir tekur á móti HK í Breiðholtinu, en þar verður um sannkallaðan sex stiga leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×