Íslenski boltinn

Strákarnir fóru illa með Wales í fyrsta leik á Svíþjóðarmótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson. Mynd/Heimasíða UEFA
Strákarnir í 19 ára landsliðinu í fótbolta byrjuðu Svíþjóðarmótið vel þegar þeir unnu 5-1 stórsigur á Wales eftir að hafa verið 2-1 yfir í hálfleik. Fimm leikmenn íslenska liðsins skoruðu í leiknum.

Árni Vilhjálmsson og Oliver Sigurjónsson skoruðu mörk Íslands í fyrri hálfleiknum og komu þau á 30. og 34. mínútu.  Íslenska liðið gerði svo út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik. 

Arnar Aðalgeirsson hóf skothríðina á 53. mínútu og þeir Hjörtur Hermannsson og Hafþór Mar Aðalgeirsson bættu við mörkum með mínútu millibili, á 55. og 56. mínútu.

Næsti leikur Íslands á mótinu er á fimmtudaginn þegar leikið verður við heimamenn í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×