Íslenski boltinn

Skagamenn komnir með tólf stiga forskot í 1. deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Skagamenn unnu 6-0 stórsigur á Þrótti, liðinu í 4. sæti, á Valbjarnarvelli í fyrsta leik 13. umferðar 1. deildar karla í kvöld og náðu með því tólf stiga forskoti á Selfoss og 17 stiga forskoti á liðin í 3. og 4. sæti.

Það styttist því óðum í það að Skagamenn geti farið að fagna sæti í Pepsi-deild karla næsta sumar en þeir hafa unnið 12 af 13 leikjum sínum í sumar og hafa enn ekki tapað leik.

Arnar Már Guðjónsson og Ragnar Leósson skoruðu mörk Skagamanna í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik skoraði Ólafur Valur Valdimarsson tvö mörk og þeir Garry Marton og Einar Logi Einarsson skoruðu eitt mark hvor.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net








Fleiri fréttir

Sjá meira


×