Spánverjinn Rafael Nadal sigraði Skotann Andy Murray í undanúrslitum Wimbledon-mótsins í tennis í dag. Nadal sem á titil að verja mætir Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleik á sunnudag.
Andy Murray byrjaði betur í viðureign kappanna í dag og sigrði í fyrsta settinu 7-5. Nadal kom hins vegar sterkur tilbaka og sigraði í þremur næstu settum 6-2, 6-2 og 6-4. Leikur kappanna tók tæpar þrjár klukkustundir.
Úrslitaleikurinn á sunnudag verður í beinni útsendingu á NRK1 á fjölvarpinu og hefst útsending klukkan 13.
Nadal og Djokovic mætast í úrslitum Wimbledon
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn


Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn