Innlent

Pólitísk réttarhöld

Í grein eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing, sem birtist í Fréttablaðinu í dag fjallar hann um réttarhöldin yfir Geir H. Haarde og þá tilhneygingu manna að vilja að endurskrifa söguna.

Eftiráskýringar fyrrverandi ráðamanna séu svo ósanngjarnar að það sé líkast því að ökumaður, sem missti stjórn á bíl sínum þannig að hann valt ótal sinnum áður en hann stöðvaðist ónýtur úti í móa, segi sigri hrósandi: „Sjáiði bara, ég náði að láta hann lenda á hjólunum."

„Winston churchill sagði einu sinni: Dómur sögunnar um mig verður góður, því ég ætla að skrifa hann sjálfur. Nú eru kannski ýmsir á kreiki sem ætla að gera það sama og Winston gerði á sínum tíma." segir Guðni en hann tekur þó jafnframt fram í grein sinni að vitlaust sé að draga Geir. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, einan fyrir rétt. „Mér fannst það mætti halda því til haga að einn einstaklingur getur alls ekki talist ábyrgur fyrir öllu því sem hér gekk á og átti sér stað á löngu tímabili."

Erfitt verði fyrir landsdóm að finna þá lagagrein sem Geir ætti að hafa gerst brotlegur gegn. Ef ákæra eigi menn fyrir andvaraleysi ættu mun fleiri að vera leiddir fyrir rétt.

„Ég held að hver sem niðurstaða landsdóms verður þá verði það dómur sögunnar, sé hann til, það er mín niðurstaða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×