Wen Jiabao forsætisráðherra Kína er nú í opinberri heimsókn í Bretlandi. Breskir viðskiptamenn vonast til að Jiabao og David Cameron forsætisráðherra Breta muni undirrita viðskiptasamninga upp á um milljarð pund eða um 186 milljarða króna þegar þeir hittast seinna í dag.
Jiabao kom til Bretlands í gærdag en hann segir að hann muni taka því fagnandi ef viðskiptatengsl Kína og Bretlands muni vaxa ennfrekar í náinni framtíð.
Í frétt um málið á BBC segir að frá því að Cameron heimsótti Kína í nóvember í fyrra hafi viðskipti milli landanna aukist um 20%.
