Spánverjinn Rafael Nadal mun geta spilað í næstu umferð á Wimbledon-mótinu í tennis. Rannsóknir hafa leitt í ljós að meiðsli sem hann varð fyrir í síðustu umferð eru ekki alvarleg.
Nadal var augljóslega þjáður í leiknum gegn Juan Martin Del Potro en hafði sigur í fjórum settum.
Nadal mætir Mardy Fish í átta manna úrslitunum á morgun.
"Ég hélt fyrst að eitthvað mjög alvarlegt hefði gerst. Verkurinn lagaðist síðan eftir því sem leið á leikinn. Sem betur fer er ég í lagi," sagði Nadal.
Nadal ekki alvarlega meiddur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn