Íslenski boltinn

Skagamenn juku forskot sitt á toppnum í sex stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skagamenn eru í góðum málum í 1.deildinni.
Skagamenn eru í góðum málum í 1.deildinni. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Skagamenn eru komnir með sex stiga forskot í 1. deild karla eftir leiki kvöldsins sem voru í 6. umferð deildarinnar. ÍA vann 3-1 sigur á ÍR upp á Skaga og græddi á því að bæði Haukar og Þróttur, liðin í næstu sætum á eftir, töpuðu bæði sínum leikjum.

Mark Doninger skoraði tvö mörk fyrir ÍA og Ragnar Leósson innsiglaði 3-1 sigur í seinni hálfleik. Haukur Ólafsson jafnaði leikinn í 1-1 en tveir ÍR-ingar fengu að líta rauða spjaldið í leiknum, Halldór Arnarsson í fyrri hálfleik og Jóhann Björnsson í þeim seinni.

Grótta vann 3-2 sigur á Haukum á Nesinu og hefur þar með náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum. Hilmar Trausti Arnarsson og Ásgeir Þór Ingólfsson komu Haukum tvisvar yfir í fyrri hálfleik en Magnús Bernhard Gíslason jafnaði í bæði skiptin og Einar Bjarni Ómarsson tryggði Gróttu síðan sigurinn 22 mínútum fyrir leikslok.

Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk og Jón Daði Böðvarsson gerði eitt þegar Selfyssingar unnu 3-0 sigur á Þrótti á Valbjarnarvelli en Þróttarar voru búnir að vinna þrjá leiki í röð fyrir leikinn. Selfyssinar unnu hinsvegar annan leikinn sinn í röð

Skagamenn eru nú með 16 stig af 18 mögulegum á toppnum en Haukar, Fjölnir, Þróttur R. og Selfoss eru síðan öll með tíu stig í næstu fjórum sætum á eftir. Leiknir R. og BÍ/Bolungarvík mætast í lokaleik umferðarinnar á Leiknisvelli á morgun.





Úrslitin í leikjum kvöldsins í 1. deild karla:ÍA-ÍR 3-1

1-0 Mark Doninger (21.), 1-1 Haukur Ólafsson (40.), 2-1 Mark Doninger (43.), 3-1 Ragnar Leósson (74.)

Grótta-Haukar 3-2

0-1 Hilmar Trausti Arnarsson (25.), 1-1 Magnús Bernhard Gíslason (35.), 1-2 Ásgeir Þór Ingólfsson (38.), 2-2 Magnús Bernhard Gíslason, víti (57.), 3-2 Einar Bjarni Ómarsson (68.)

Þróttur-Selfoss 0-3

0-1 Viðar Örn Kjartansson, 0-2 Viðar Örn Kjartansson, 0-3 Jón Daði Böðvarsson.

KA-Fjölnir 1-4

0-1 Viðar Guðjónsson (7.), 0-2 Illugi Gunnarsson, víti (21.), 0-3 Kristinn Freyr Sigurðsson (38.), 0-4 Illugi Gunnarsson, víti (72.), 1-4 Guðmundur Óli Steingrímsson (90.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×