Óeirðir í Vancouver eftir sigur Bruins í Stanley Cup Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2011 13:30 Boston Bruins sigraði Vancouver Canucks 4-0 í oddaleik um Stanley-bikarinn í íshokkí í Vancouver í nótt. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn heimaliðsins hafi tekið tapinu illa. Slagsmál brutust út á götum Vancouver og þurfti að kalla til óeirðarlögreglu sem beitti táragasi. Sigur Bruins kom nokkuð á óvart en Canucks þóttu sigurstranglegri fyrir úrslitaeinvígið. Leikurinn var sá sjöundi í afar spennandi úrslitaeinvígi þar sem hvort lið hafði unnið heimaleiki sína þrjá. Canucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni og hafði því heimaleikjaréttinn. Liðið mætti þó ofjörlum sínum í gær. Markvörður Bruins, Tim Thomas, átti stórleik. Hann varði öll 37 skot Kanada-liðsins og var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn í 39 ár sem Bruins tekst að landa titlinum en félagið er eitt sex sem voru til við stofnun NHL-deildarinnar. Canucks töldu sig eiga góða möguleika að landa sínum fyrsta titli í sögunni. Vonbrigðin leyndu sér ekki meðal stuðningsmannanna sem bauluðu hástöfum við bikarafhendinguna í leikslok. Nokkrir stuðningsmenn Canucks gengu skrefinu lengra á götum Vancouver að leik loknum. Rúður voru brotnar, bílum velt og glerflöskum kastað í átt að lögreglumönnum. Kalla þurfti til óeirðarlögregluna sem beitti táragasi til þess að sundra mannfjöldanum. „Það var mjög niðurdrepandi að sjá ofbeldið í miðbæ Vancouver eftir leikinn. Vancouver er borg í heimsklassa og ofbeldið og óeirðirnar eru til skammar,“ sagði Gregor Robertson borgarstjóri Vancouver. Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Boston Bruins sigraði Vancouver Canucks 4-0 í oddaleik um Stanley-bikarinn í íshokkí í Vancouver í nótt. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn heimaliðsins hafi tekið tapinu illa. Slagsmál brutust út á götum Vancouver og þurfti að kalla til óeirðarlögreglu sem beitti táragasi. Sigur Bruins kom nokkuð á óvart en Canucks þóttu sigurstranglegri fyrir úrslitaeinvígið. Leikurinn var sá sjöundi í afar spennandi úrslitaeinvígi þar sem hvort lið hafði unnið heimaleiki sína þrjá. Canucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni og hafði því heimaleikjaréttinn. Liðið mætti þó ofjörlum sínum í gær. Markvörður Bruins, Tim Thomas, átti stórleik. Hann varði öll 37 skot Kanada-liðsins og var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn í 39 ár sem Bruins tekst að landa titlinum en félagið er eitt sex sem voru til við stofnun NHL-deildarinnar. Canucks töldu sig eiga góða möguleika að landa sínum fyrsta titli í sögunni. Vonbrigðin leyndu sér ekki meðal stuðningsmannanna sem bauluðu hástöfum við bikarafhendinguna í leikslok. Nokkrir stuðningsmenn Canucks gengu skrefinu lengra á götum Vancouver að leik loknum. Rúður voru brotnar, bílum velt og glerflöskum kastað í átt að lögreglumönnum. Kalla þurfti til óeirðarlögregluna sem beitti táragasi til þess að sundra mannfjöldanum. „Það var mjög niðurdrepandi að sjá ofbeldið í miðbæ Vancouver eftir leikinn. Vancouver er borg í heimsklassa og ofbeldið og óeirðirnar eru til skammar,“ sagði Gregor Robertson borgarstjóri Vancouver.
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn