Íslenski boltinn

ÍR og Víkingar úr Ólafsvík lönduðu þremur stigum

Þorsteinn  Már Ragnarsson skoraði bæði mörk Víkinga úr Ólafsvík í kvöld.
Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði bæði mörk Víkinga úr Ólafsvík í kvöld.
Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld í fótbolta. ÍR og Leiknir áttust við í fyrri Breiðholtslagnum í sumar og þar hafði ÍR betur, 3-2. ÍR er í 8. sæti með 10 stig en Leiknir í því næst neðsta með 4. Í Ólafsvík sigraði Víkingur lið Þróttar frá Reykjavík 2-1. Með sigrinum þokuðu Víkingar sér upp í 9. sæti en liðið er með 9 stig en Þróttur er með 10 stig í því 6.

ÍR – Leiknir 3-2


1-0 Árni Freyr Guðnason, 2-0 Brynjar Benediktsson, 2-1 Kristján Páll Jónsson, 3-1 Árni Freyr Guðnason, 3-2 Kjartan Andri Baldvinsson. Rautt spjald: Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)

Víkingur Ó. – Þróttur R. 2-1

1-0 Þorsteinn Már Ragnarsson, 2-0 Þorsteinn Már Ragnarsson, 2-1 Sveinbjörn Jónasson (víti)

Rautt spjald: Guðfinnur Þórir Ómarsson (Þróttur R.)

Upplýsingar um markaskorara eru frá fotbolti.net

Staðan eftir 7 umferðir í deildinni er þannig:

1. ÍA 19 stig

2. Selfoss 13 stig

3. BÍ/Bolungarvík 12 stig

4. Fjölnir 11 stig

5. Haukar 10 stig

6. Þróttur R. 10 stig

7. Grótta 10 stig

8. ÍR  10 stig

9. Víkingur Ó 9 stig

10. KA 7 stig

11. Leiknir R. 4 stig

12. HK 1 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×