Dallas náði ekki að stöðva James og Wade Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2011 09:00 Frábærir í nótt - LeBron James og Dwyane Wade. Mynd/AP Miami Heat er komið með 1-0 forystu í úrslitarimmu sinni gegn Dallas Mavericks um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir sigur í leik liðanna í nótt, 92-84. LeBron James og Dwyane Wade fóru fyrir liði Miami í nótt sem seig fram úr Dallas, hægt og rólega, í síðari hálfleik. James skoraði 24 stig í leiknum og Wade 22, þar af fimmtán í síðari hálfleik. Varnarleikur Miami var öflugur í nótt eins og svo oft áður í úrslitakeppninni en Dallas hefur ekki skorað færri stig í einum leik í úrslitakeppninni. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og tók þar að auki átta fráköst. Shawn Marion skoraði sextán stig og Jason Terry tólf. Enn verri fréttir eru að Nowitzky meiddist á fingri í leiknum í nótt og þarf líklega að spila með spelku á puttanum í úrslitakeppninni. Meiðslin eru þó ekki á skothendi hans. Leikmenn Dallas náði að halda Miami í 39 prósent skotnýtingu en að sama skapi var skotnýting þeirra sjálfra ekki nema 37 prósent - sem er það langversta sem liðið hefur skilað af sér í úrslitakeppninni. Sigur Miami var þó ekki í höfn fyrir á lokamínútunni en ljóst var í hvað stefndi. Dallas náði átta stiga forystu í upphafi síðari hálfleiks en þá fór vélin að malla hjá Miami sem leiddi leikinn allan fjórða leikhlutann. „Þeir eru með tvo leikmenn sem eru mjög góðir í að klára sína leiki,“ sagði Nowitzky og átti við þá Wade og James. „Það eru fáir sem gera það betur en þeir.“ „Þegar komið er í fjórða leikhluta er tímabært að vinna leiki,“ sagði James eftir leikinn í nótt. „Þetta er góð tilfinning vegna þess að þetta var fyrsti leikurinn og liðið spilaði í heild sinni vel. En það er nóg eftir og á morgun byrjum við að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Við erum spenntir fyrir honum.“ Síðast þegar þessi lið mættust í úrslitakeppninni voru þau einnig að spila um titilinn. Það var árið 2006 og Miami vann 4-2 eftir að hafa lent 2-0 undir. Þetta var því fimmti sigur Miami á Dallas í úrslitakeppninni í röð. LeBron James hefur einu sinni áður komist í lokaúrslitin í deildinni en það var árið 2007 með Cleveland Cavaliers. Þá tapaði liðið fyrir San Antonio, 4-0, og var þetta því fyrsti sigur James í lokaúrslitunum á ferlinum. Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Miami Heat er komið með 1-0 forystu í úrslitarimmu sinni gegn Dallas Mavericks um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir sigur í leik liðanna í nótt, 92-84. LeBron James og Dwyane Wade fóru fyrir liði Miami í nótt sem seig fram úr Dallas, hægt og rólega, í síðari hálfleik. James skoraði 24 stig í leiknum og Wade 22, þar af fimmtán í síðari hálfleik. Varnarleikur Miami var öflugur í nótt eins og svo oft áður í úrslitakeppninni en Dallas hefur ekki skorað færri stig í einum leik í úrslitakeppninni. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og tók þar að auki átta fráköst. Shawn Marion skoraði sextán stig og Jason Terry tólf. Enn verri fréttir eru að Nowitzky meiddist á fingri í leiknum í nótt og þarf líklega að spila með spelku á puttanum í úrslitakeppninni. Meiðslin eru þó ekki á skothendi hans. Leikmenn Dallas náði að halda Miami í 39 prósent skotnýtingu en að sama skapi var skotnýting þeirra sjálfra ekki nema 37 prósent - sem er það langversta sem liðið hefur skilað af sér í úrslitakeppninni. Sigur Miami var þó ekki í höfn fyrir á lokamínútunni en ljóst var í hvað stefndi. Dallas náði átta stiga forystu í upphafi síðari hálfleiks en þá fór vélin að malla hjá Miami sem leiddi leikinn allan fjórða leikhlutann. „Þeir eru með tvo leikmenn sem eru mjög góðir í að klára sína leiki,“ sagði Nowitzky og átti við þá Wade og James. „Það eru fáir sem gera það betur en þeir.“ „Þegar komið er í fjórða leikhluta er tímabært að vinna leiki,“ sagði James eftir leikinn í nótt. „Þetta er góð tilfinning vegna þess að þetta var fyrsti leikurinn og liðið spilaði í heild sinni vel. En það er nóg eftir og á morgun byrjum við að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Við erum spenntir fyrir honum.“ Síðast þegar þessi lið mættust í úrslitakeppninni voru þau einnig að spila um titilinn. Það var árið 2006 og Miami vann 4-2 eftir að hafa lent 2-0 undir. Þetta var því fimmti sigur Miami á Dallas í úrslitakeppninni í röð. LeBron James hefur einu sinni áður komist í lokaúrslitin í deildinni en það var árið 2007 með Cleveland Cavaliers. Þá tapaði liðið fyrir San Antonio, 4-0, og var þetta því fyrsti sigur James í lokaúrslitunum á ferlinum.
Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira