Dallas náði ekki að stöðva James og Wade Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2011 09:00 Frábærir í nótt - LeBron James og Dwyane Wade. Mynd/AP Miami Heat er komið með 1-0 forystu í úrslitarimmu sinni gegn Dallas Mavericks um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir sigur í leik liðanna í nótt, 92-84. LeBron James og Dwyane Wade fóru fyrir liði Miami í nótt sem seig fram úr Dallas, hægt og rólega, í síðari hálfleik. James skoraði 24 stig í leiknum og Wade 22, þar af fimmtán í síðari hálfleik. Varnarleikur Miami var öflugur í nótt eins og svo oft áður í úrslitakeppninni en Dallas hefur ekki skorað færri stig í einum leik í úrslitakeppninni. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og tók þar að auki átta fráköst. Shawn Marion skoraði sextán stig og Jason Terry tólf. Enn verri fréttir eru að Nowitzky meiddist á fingri í leiknum í nótt og þarf líklega að spila með spelku á puttanum í úrslitakeppninni. Meiðslin eru þó ekki á skothendi hans. Leikmenn Dallas náði að halda Miami í 39 prósent skotnýtingu en að sama skapi var skotnýting þeirra sjálfra ekki nema 37 prósent - sem er það langversta sem liðið hefur skilað af sér í úrslitakeppninni. Sigur Miami var þó ekki í höfn fyrir á lokamínútunni en ljóst var í hvað stefndi. Dallas náði átta stiga forystu í upphafi síðari hálfleiks en þá fór vélin að malla hjá Miami sem leiddi leikinn allan fjórða leikhlutann. „Þeir eru með tvo leikmenn sem eru mjög góðir í að klára sína leiki,“ sagði Nowitzky og átti við þá Wade og James. „Það eru fáir sem gera það betur en þeir.“ „Þegar komið er í fjórða leikhluta er tímabært að vinna leiki,“ sagði James eftir leikinn í nótt. „Þetta er góð tilfinning vegna þess að þetta var fyrsti leikurinn og liðið spilaði í heild sinni vel. En það er nóg eftir og á morgun byrjum við að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Við erum spenntir fyrir honum.“ Síðast þegar þessi lið mættust í úrslitakeppninni voru þau einnig að spila um titilinn. Það var árið 2006 og Miami vann 4-2 eftir að hafa lent 2-0 undir. Þetta var því fimmti sigur Miami á Dallas í úrslitakeppninni í röð. LeBron James hefur einu sinni áður komist í lokaúrslitin í deildinni en það var árið 2007 með Cleveland Cavaliers. Þá tapaði liðið fyrir San Antonio, 4-0, og var þetta því fyrsti sigur James í lokaúrslitunum á ferlinum. Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Miami Heat er komið með 1-0 forystu í úrslitarimmu sinni gegn Dallas Mavericks um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir sigur í leik liðanna í nótt, 92-84. LeBron James og Dwyane Wade fóru fyrir liði Miami í nótt sem seig fram úr Dallas, hægt og rólega, í síðari hálfleik. James skoraði 24 stig í leiknum og Wade 22, þar af fimmtán í síðari hálfleik. Varnarleikur Miami var öflugur í nótt eins og svo oft áður í úrslitakeppninni en Dallas hefur ekki skorað færri stig í einum leik í úrslitakeppninni. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og tók þar að auki átta fráköst. Shawn Marion skoraði sextán stig og Jason Terry tólf. Enn verri fréttir eru að Nowitzky meiddist á fingri í leiknum í nótt og þarf líklega að spila með spelku á puttanum í úrslitakeppninni. Meiðslin eru þó ekki á skothendi hans. Leikmenn Dallas náði að halda Miami í 39 prósent skotnýtingu en að sama skapi var skotnýting þeirra sjálfra ekki nema 37 prósent - sem er það langversta sem liðið hefur skilað af sér í úrslitakeppninni. Sigur Miami var þó ekki í höfn fyrir á lokamínútunni en ljóst var í hvað stefndi. Dallas náði átta stiga forystu í upphafi síðari hálfleiks en þá fór vélin að malla hjá Miami sem leiddi leikinn allan fjórða leikhlutann. „Þeir eru með tvo leikmenn sem eru mjög góðir í að klára sína leiki,“ sagði Nowitzky og átti við þá Wade og James. „Það eru fáir sem gera það betur en þeir.“ „Þegar komið er í fjórða leikhluta er tímabært að vinna leiki,“ sagði James eftir leikinn í nótt. „Þetta er góð tilfinning vegna þess að þetta var fyrsti leikurinn og liðið spilaði í heild sinni vel. En það er nóg eftir og á morgun byrjum við að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Við erum spenntir fyrir honum.“ Síðast þegar þessi lið mættust í úrslitakeppninni voru þau einnig að spila um titilinn. Það var árið 2006 og Miami vann 4-2 eftir að hafa lent 2-0 undir. Þetta var því fimmti sigur Miami á Dallas í úrslitakeppninni í röð. LeBron James hefur einu sinni áður komist í lokaúrslitin í deildinni en það var árið 2007 með Cleveland Cavaliers. Þá tapaði liðið fyrir San Antonio, 4-0, og var þetta því fyrsti sigur James í lokaúrslitunum á ferlinum.
Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira