Búið að afskrifa meira en 30 milljarða á tveimur vikum Símon Birgisson skrifar 2. júní 2011 19:00 Síðustu tvær vikur hefur þurft að afskrifa meira en 30 milljarða króna úr gjaldþrota eignarhaldsfélögum, sem notuð voru til hlutabréfakaupa fyrir hrun og eru mörg hver til skoðunar vegna meintrar markaðsmisnotkunar í tengslum við Glitni og FL Group. Eignarhaldsfélögin fjögur heita Hnokki, Hvannborg, Skarfhóll og Yfir heiðar ehf og voru til skoðunar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf í Glitni og Fl Group. Glitnir hafði lánað Stím 19,5 milljarða til kaupa á hlutabréfum í Fl Group og Glitni, þar sem einu veðin voru hlutabréfin sjálf. Eftir breytingar á eignarhaldi Stíms, þar sem eignarhluti útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar, minnkaði voru eignarhlutafélögin fjögur stofnuð til að kaupa upp eignir Stíms. Nú er skiptum á þrotabúum félaganna lokið. Hvert félag skuldar um 4,5 milljarða króna og ekki fæst króna upp í skuldirnar. Samtals um 18 milljarða króna enda einu eignirnar - bréfin í Glitni og Fl Group, orðin verðlaus eftir hrun. En þetta eru ekki einu milljarðarnir sem Glitnir þarf að afskrifa í þessum mánuði. Í síðustu viku lauk skiptum á búi eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf, sem var í eigu Baugs, Fons, Glitnis og Kevins Stanfords en tilgangur félagsins var að fjárfesta í bresku verslanakeðjunni Marks og Spencer. Samtals þarf að afskrifa fimmtán milljarða króna af skuldum félagsins en stærsti kröfuhafinn var skilanefnd Glitnis. Sólin skín því ekki lengur á hin fjölmörgu eignarlausu eignarhaldsfélög hrunsins. Aðeins í þessum mánuði nema afskriftir þessara félaga um 35 milljörðum króna, eitt stykki tónlistarhús Harpa. Stím málið Tengdar fréttir Sólin skín hjá sérstökum saksóknara Skiptastjóri eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf., Páll Kristjánsson, hefur vakið athygli sérstaks saksóknara á starfsemi félagsins og sent gögn þar af lútandi til embættisins. 2. júní 2011 11:22 Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Síðustu tvær vikur hefur þurft að afskrifa meira en 30 milljarða króna úr gjaldþrota eignarhaldsfélögum, sem notuð voru til hlutabréfakaupa fyrir hrun og eru mörg hver til skoðunar vegna meintrar markaðsmisnotkunar í tengslum við Glitni og FL Group. Eignarhaldsfélögin fjögur heita Hnokki, Hvannborg, Skarfhóll og Yfir heiðar ehf og voru til skoðunar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf í Glitni og Fl Group. Glitnir hafði lánað Stím 19,5 milljarða til kaupa á hlutabréfum í Fl Group og Glitni, þar sem einu veðin voru hlutabréfin sjálf. Eftir breytingar á eignarhaldi Stíms, þar sem eignarhluti útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar, minnkaði voru eignarhlutafélögin fjögur stofnuð til að kaupa upp eignir Stíms. Nú er skiptum á þrotabúum félaganna lokið. Hvert félag skuldar um 4,5 milljarða króna og ekki fæst króna upp í skuldirnar. Samtals um 18 milljarða króna enda einu eignirnar - bréfin í Glitni og Fl Group, orðin verðlaus eftir hrun. En þetta eru ekki einu milljarðarnir sem Glitnir þarf að afskrifa í þessum mánuði. Í síðustu viku lauk skiptum á búi eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf, sem var í eigu Baugs, Fons, Glitnis og Kevins Stanfords en tilgangur félagsins var að fjárfesta í bresku verslanakeðjunni Marks og Spencer. Samtals þarf að afskrifa fimmtán milljarða króna af skuldum félagsins en stærsti kröfuhafinn var skilanefnd Glitnis. Sólin skín því ekki lengur á hin fjölmörgu eignarlausu eignarhaldsfélög hrunsins. Aðeins í þessum mánuði nema afskriftir þessara félaga um 35 milljörðum króna, eitt stykki tónlistarhús Harpa.
Stím málið Tengdar fréttir Sólin skín hjá sérstökum saksóknara Skiptastjóri eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf., Páll Kristjánsson, hefur vakið athygli sérstaks saksóknara á starfsemi félagsins og sent gögn þar af lútandi til embættisins. 2. júní 2011 11:22 Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Sólin skín hjá sérstökum saksóknara Skiptastjóri eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf., Páll Kristjánsson, hefur vakið athygli sérstaks saksóknara á starfsemi félagsins og sent gögn þar af lútandi til embættisins. 2. júní 2011 11:22