Íslenski boltinn

Ráku fyrst pabbann og réðu son hans síðan sem þjálfara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Jón Sigurðsson.
Halldór Jón Sigurðsson. Mynd/Heimasíða Tindstóls.
Halldór Jón Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari Tindastóls/Hvatar í 2. deildinni en hann tekur við af Sigurði Halldórssyni föður sínum sem var sagt upp fyrr í vikunni. Þetta kemur fram á heimsíðu Tindastóls.

Halldór Jón er 27 ára gamall, hefur verið leikmaður með Tindastól undanfarin ár og á tæplega hundrað leiki að baki með meistaraflokki félagsins. Donni eins hann er kallaður fyrir norðan á líka að baki langan feril sem þjálfari og er að útskrifast með UEFA-A þjálfararéttindi.  Undanfarið hefur hann verið starfandi þjálfari hjá Val.

Halldór Jón ætlar að leggja skóna á hilluna og einbeita sér að þjálfar meistaraflokk og 2. flokk hjá sameiginlegu liði Tindastóls og Hvatar. Það bíður hans erfitt starf því liðið er stigalaust eftir þrjá leiki í 2. deildinni. Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Halldórs er á móti ÍH á heimavelli annað kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×