Tískukóngurinn Kevin Stanford klórar í bakkann 5. júní 2011 09:03 Fyrir aðeins tveimur árum horfði tískukóngurinn Kevin Stanford fram á eitt stærsta persónulega gjaldþrot sögunnar í Bretlandi. Þessum fyrrum viðskiptafélaga Baugs og einum af stærstu skuldurum Kaupþings hefur hinsvegar tekist að klóra svo vel í bakkann að hann heldur enn hluta af fyrra veldi sínu. Í The Observer, sunnudagsblaði The Guardian, er að finna ítarlega úttekt á viðskiptaferli Kevin Stanford en sá ferill sogaðist niður í hringiðu bankahrunsins á Íslandi. Langur listi af eignum Stanford komst í hendur skilanefnda íslensku bankanna eða urðu gjaldþrota. Meðal þessara eigna má nefna Woolworths, Marks & Spencer, Moss Bros, Debenhams, Booker, French Connection, Mulberry, Ghost, Karen Millen, Oasis, Principles and Warehouse. Þá var Kevin Stanford um tíma fjórði stærsti hluthafinn í Kaupþingi á sama tíma og sá banki hafði veitt honum lán upp á samtals 450 milljónir punda eða um 84 milljarða kr. á núvirði. Þessi viðskipti eru til rannsóknar m.a. hjá sérstökum saksóknara. Í dag hefur Stanford náð aftur 15% hlut í tískukeðjunni All Saints með aðstoð bandarískra fjárfesta. Hann heldur enn rándýru 16. aldar sveitasetri sínu í Kent, þótt það sé nú raunar veðett að hluta. Þá stjórnar hann enn þyrluleigu- og limmósínþjónustu. Og Stanford er enn skráður, a.m.k. að nafninu til, fyrir hlut í House of Fraser og fasteignafélagi um stórmarkað. Þessi auðæfi Stanfords eru þó ekki nema svipur hjá sjón miðað við fyrir nokkrum árum. Stanford var áður í hópu auðugustu manna í breska tískugeiranum með auðæfi upp á 220 milljónir punda. Hann náði ekki inn á lista Sunday Times um auðugustu menn Bretlands á síðustu þremur árum. Hvað Kaupþing varðar á Stanford í málaferlum við þrotabú Singer & Friedlander (KSF) dótturbanka Kaupþings í Bretlandi. Nýlega var lekið bréfi frá lögmönnum Stanford þar sem þeir hóta að leggja fram 130 milljóna punda mótkröfu á hendur KSF þar sem stjórnendur bankans hafi blekkt Stanford. Stjórnendur KSF í London, Reykjavík og Lúxemborg hafi notað Stanford án hans vitneskju í ólöglegum ráðagerðum um að auka virði hlutafjár í hinum deyjandi banka, að því er segir í The Observer. Nefnt er til sögunnar að bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz halda því einnig fram að stjórnendur Kaupþings hafi blekkt þá með sama hætti. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrir aðeins tveimur árum horfði tískukóngurinn Kevin Stanford fram á eitt stærsta persónulega gjaldþrot sögunnar í Bretlandi. Þessum fyrrum viðskiptafélaga Baugs og einum af stærstu skuldurum Kaupþings hefur hinsvegar tekist að klóra svo vel í bakkann að hann heldur enn hluta af fyrra veldi sínu. Í The Observer, sunnudagsblaði The Guardian, er að finna ítarlega úttekt á viðskiptaferli Kevin Stanford en sá ferill sogaðist niður í hringiðu bankahrunsins á Íslandi. Langur listi af eignum Stanford komst í hendur skilanefnda íslensku bankanna eða urðu gjaldþrota. Meðal þessara eigna má nefna Woolworths, Marks & Spencer, Moss Bros, Debenhams, Booker, French Connection, Mulberry, Ghost, Karen Millen, Oasis, Principles and Warehouse. Þá var Kevin Stanford um tíma fjórði stærsti hluthafinn í Kaupþingi á sama tíma og sá banki hafði veitt honum lán upp á samtals 450 milljónir punda eða um 84 milljarða kr. á núvirði. Þessi viðskipti eru til rannsóknar m.a. hjá sérstökum saksóknara. Í dag hefur Stanford náð aftur 15% hlut í tískukeðjunni All Saints með aðstoð bandarískra fjárfesta. Hann heldur enn rándýru 16. aldar sveitasetri sínu í Kent, þótt það sé nú raunar veðett að hluta. Þá stjórnar hann enn þyrluleigu- og limmósínþjónustu. Og Stanford er enn skráður, a.m.k. að nafninu til, fyrir hlut í House of Fraser og fasteignafélagi um stórmarkað. Þessi auðæfi Stanfords eru þó ekki nema svipur hjá sjón miðað við fyrir nokkrum árum. Stanford var áður í hópu auðugustu manna í breska tískugeiranum með auðæfi upp á 220 milljónir punda. Hann náði ekki inn á lista Sunday Times um auðugustu menn Bretlands á síðustu þremur árum. Hvað Kaupþing varðar á Stanford í málaferlum við þrotabú Singer & Friedlander (KSF) dótturbanka Kaupþings í Bretlandi. Nýlega var lekið bréfi frá lögmönnum Stanford þar sem þeir hóta að leggja fram 130 milljóna punda mótkröfu á hendur KSF þar sem stjórnendur bankans hafi blekkt Stanford. Stjórnendur KSF í London, Reykjavík og Lúxemborg hafi notað Stanford án hans vitneskju í ólöglegum ráðagerðum um að auka virði hlutafjár í hinum deyjandi banka, að því er segir í The Observer. Nefnt er til sögunnar að bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz halda því einnig fram að stjórnendur Kaupþings hafi blekkt þá með sama hætti.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira