Hrifningin dalaði þegar fluginu var aflýst 22. maí 2011 20:04 Um 7000 ferðamenn komast ekki leiðar sinnar vegna gossins í Grímsvötnum. Ferðamenn í Leifsstöð sögðu að þeim hefði fyrst þótt æðislegt að upplifa gosið, en hrifningin hefði svo dalað þegar fluginu var aflýst. Loftrýminu yfir Keflavíkurflugvelli var lokað klukkan hálfníu í morgun, og engar farþegaflugvélar hafa farið eða komið síðan þá. Síðdegis tilkynnti Icelandair um að allt flug félagsins í fyrramálið verði jafnframt fellt niður. Staðan er endurmetin á sex klukkustunda fresti, en nýjustu gjóskuspár bresku veðurstofunnar berast með því millibili. Gosið hefur ekki haft áhrif á flug í öðrum löndum, en farþegar á leið til og frá Íslandi eru hins vegar strandaglópar. „Við áttum að fara klukkan fimm í dag. Við vonum að við getum farið klukkan fimm á morgun. En það er sagt að þessi eldfjöll á Íslandi séu óútreiknanleg," segir Lee Jepsen, frá Bandaríkjunum. Um ástandið segir Annetta Rasmussen frá Danmörku: „Planið var að fara heim í dag og mæta til vinnu á morgun en nú verð ég að hringja í vinnuveitandann minn." Lee Jepsen segir tilfinningarnar blendnar. „Fyrst hugsuðum við hvað það væri frábært að eldgos skyldi byrja á meðan við værum hér en nú er það ekki svo frábært." Þá segir Mikael, eiginmaður Annetta: „Þetta hefur gerst áður en maður heldur ekki að það gerist núna." Helstu fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Um 7000 ferðamenn komast ekki leiðar sinnar vegna gossins í Grímsvötnum. Ferðamenn í Leifsstöð sögðu að þeim hefði fyrst þótt æðislegt að upplifa gosið, en hrifningin hefði svo dalað þegar fluginu var aflýst. Loftrýminu yfir Keflavíkurflugvelli var lokað klukkan hálfníu í morgun, og engar farþegaflugvélar hafa farið eða komið síðan þá. Síðdegis tilkynnti Icelandair um að allt flug félagsins í fyrramálið verði jafnframt fellt niður. Staðan er endurmetin á sex klukkustunda fresti, en nýjustu gjóskuspár bresku veðurstofunnar berast með því millibili. Gosið hefur ekki haft áhrif á flug í öðrum löndum, en farþegar á leið til og frá Íslandi eru hins vegar strandaglópar. „Við áttum að fara klukkan fimm í dag. Við vonum að við getum farið klukkan fimm á morgun. En það er sagt að þessi eldfjöll á Íslandi séu óútreiknanleg," segir Lee Jepsen, frá Bandaríkjunum. Um ástandið segir Annetta Rasmussen frá Danmörku: „Planið var að fara heim í dag og mæta til vinnu á morgun en nú verð ég að hringja í vinnuveitandann minn." Lee Jepsen segir tilfinningarnar blendnar. „Fyrst hugsuðum við hvað það væri frábært að eldgos skyldi byrja á meðan við værum hér en nú er það ekki svo frábært." Þá segir Mikael, eiginmaður Annetta: „Þetta hefur gerst áður en maður heldur ekki að það gerist núna."
Helstu fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira