NBA: Dallas í úrslitin eftir þriðja sigurinn í röð á Oklahoma City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2011 09:00 Dirk Nowitzki með bikarinn fyrir að vinna Vesturdeildina. Mynd/AP Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 100-96 heimasigur á Oklahoma City Thunder en Dallas vann einvígið þar með 4-1 efrir að hafa unnið þrjá síðustu leikina. Dallas hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni og er komið í úrslitin í fyrsta sinn síðan 2006. „Við eigum þegar einn svona bikar og þetta er ágætt í dag. Markmiðið okkar í október var að fara alla leið og við erum ekki búnir að uppfylla það ennþá. Það er frábært að vera kominn aftur í úrslitin og vonandi getum við klárað titilinn núna," sagði Dirk Nowitzki en hann fór með Dallas alla leið í úrslitin fyrir fimm árum síðan þegar liðið tapaði fyrir Miami Heat. Dallas komst þá í 2-0 í einvíginu en tapaði því síðan 2-4. Það hefur tekið liðið langan tíma að jafna sig eftir það enda hafði það fyrir þetta tímabilið aðeins unnið eitt einvígi í úrslitakeppninni.Dirk Nowitzki og Shawn Marion.Mynd/APDallas er reynslumikið lið og þeir hafa nýtt sér það gegn ungu liði Oklahoma City. Dallas vann upp 15 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum í leik fjögur og í nótt var liðið sex stigum undir þegar 4 mínútur og 37 sekúndur voru eftir. Dallas vann lokakaflann 14-4 og tryggði sér sigur í Vesturdeildinni og sæti í lokaúrslitunum. Nowitzki, Jason Kidd, Shawn Marion og Jason Terry voru allt í öllu á lokamínútunum. Dirk Nowitzki og Shawn Marion voru stigahæstir hjá Dallas með 26 stig. Marion skoraði 15 þeirra í fjórða leikhlutanum og Nowitzki skoraði 9 stiga sinna í þeim fjórða. Nowitzki var með 32,2 stig að meðaltali í einvíginu þar af 11,8 stig að meðaltali í lokaleikhlutanum. „Þeirra tími mun koma en hann var ekki núna. Okkur líður eins og núna sé okkar tími runninn upp," sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas. Elsti leikmaður byrjunarliðs Oklahoma City er 27 ára en yngsti leikmaður byrjunarliðs Dallas er 28 ára. Þessi tölfræði segir margt um muninn á reynslu þessara tveggja liða.Russell Westbrook.Mynd/AP„Það er erfitt að sætta sig við þetta en við verðum að læra frá þessu og eina leiðin til þess að verða betri er að halda áfram að leggja mikið á sig," sagði Kevin Durant og bætti við: „Við spiluðum á fullu en tókst bara ekki að landa sigrinum," sagði Durant. „Það er ekki hægt að hoppa yfir þrep í ferlinu. Við verðum allir að verða betri og þar er ég líka meðtalinn," sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder. Russell Westbrook skoraði 31 stig fyrir Oklahoma City og þeir Kevin Durant og James Harden voru með 23 stig hvor.Mynd/APDallas fær því í það minnsta sex daga hvíld fyrir lokaúrslitin og það eru góðar fréttir fyrir hinn 38 ára gamla leikstjórnanda liðsins, Jason Kidd. „Það er mikill bónus að fá auka hvíld á þessum tíma ársins. Það var mjög stórt fyrir okkur að ná að klára þetta í þessum leik," sagði Kidd sem fór tvisvar sinnum í úrslitin með New Jersey Nets árin 2002 og 2003. NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 100-96 heimasigur á Oklahoma City Thunder en Dallas vann einvígið þar með 4-1 efrir að hafa unnið þrjá síðustu leikina. Dallas hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni og er komið í úrslitin í fyrsta sinn síðan 2006. „Við eigum þegar einn svona bikar og þetta er ágætt í dag. Markmiðið okkar í október var að fara alla leið og við erum ekki búnir að uppfylla það ennþá. Það er frábært að vera kominn aftur í úrslitin og vonandi getum við klárað titilinn núna," sagði Dirk Nowitzki en hann fór með Dallas alla leið í úrslitin fyrir fimm árum síðan þegar liðið tapaði fyrir Miami Heat. Dallas komst þá í 2-0 í einvíginu en tapaði því síðan 2-4. Það hefur tekið liðið langan tíma að jafna sig eftir það enda hafði það fyrir þetta tímabilið aðeins unnið eitt einvígi í úrslitakeppninni.Dirk Nowitzki og Shawn Marion.Mynd/APDallas er reynslumikið lið og þeir hafa nýtt sér það gegn ungu liði Oklahoma City. Dallas vann upp 15 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum í leik fjögur og í nótt var liðið sex stigum undir þegar 4 mínútur og 37 sekúndur voru eftir. Dallas vann lokakaflann 14-4 og tryggði sér sigur í Vesturdeildinni og sæti í lokaúrslitunum. Nowitzki, Jason Kidd, Shawn Marion og Jason Terry voru allt í öllu á lokamínútunum. Dirk Nowitzki og Shawn Marion voru stigahæstir hjá Dallas með 26 stig. Marion skoraði 15 þeirra í fjórða leikhlutanum og Nowitzki skoraði 9 stiga sinna í þeim fjórða. Nowitzki var með 32,2 stig að meðaltali í einvíginu þar af 11,8 stig að meðaltali í lokaleikhlutanum. „Þeirra tími mun koma en hann var ekki núna. Okkur líður eins og núna sé okkar tími runninn upp," sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas. Elsti leikmaður byrjunarliðs Oklahoma City er 27 ára en yngsti leikmaður byrjunarliðs Dallas er 28 ára. Þessi tölfræði segir margt um muninn á reynslu þessara tveggja liða.Russell Westbrook.Mynd/AP„Það er erfitt að sætta sig við þetta en við verðum að læra frá þessu og eina leiðin til þess að verða betri er að halda áfram að leggja mikið á sig," sagði Kevin Durant og bætti við: „Við spiluðum á fullu en tókst bara ekki að landa sigrinum," sagði Durant. „Það er ekki hægt að hoppa yfir þrep í ferlinu. Við verðum allir að verða betri og þar er ég líka meðtalinn," sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder. Russell Westbrook skoraði 31 stig fyrir Oklahoma City og þeir Kevin Durant og James Harden voru með 23 stig hvor.Mynd/APDallas fær því í það minnsta sex daga hvíld fyrir lokaúrslitin og það eru góðar fréttir fyrir hinn 38 ára gamla leikstjórnanda liðsins, Jason Kidd. „Það er mikill bónus að fá auka hvíld á þessum tíma ársins. Það var mjög stórt fyrir okkur að ná að klára þetta í þessum leik," sagði Kidd sem fór tvisvar sinnum í úrslitin með New Jersey Nets árin 2002 og 2003.
NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira