Innlent

Vatnsból talin menguð

Heilbrigðisfulltrúi hefur í dag tekið við vatnssýnum til rannsóknar frá íbúum á öskusvæðunum suðaustanlands en talið er að vatnsból hafi mengast á nokkrum bæjum. Menn vonast þó til að veiðiár héraðsins spillist ekki vegna öskunnar.

Þótt eldstöðin virðist að minnsta kosti að sinna vera hætt að spúa ösku yfir Skaftfellinga eru þeir fjarri því lausir við afleiðingarnar. Meðal þeirra spurninga sem þeir eiga eftir að fá svör við er hvernig vatnsbóli þeirra hefur reitt af. „Vatnið er gruggugt og það kemur mor úr krönunum," segir Ólafía Davíðsdóttir, bóndi á Fossi 3. Vatnsbrunnur ofan bæjarins hafði mengast.

Íbúar tveggja bæja í hverfinu að Fossi treysta á aðflutt vatn í geymum úti á hlaði og inni í húsi eru staflar af vatnsflöskum. „Þetta er reyndar einnig fyrir næstu bæi. Svo er ísskápurinn fullur af litlum flöskum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×