Íslenski boltinn

Þorvaldur fær að dæma sinn fyrsta A-landsleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvaldur Árnason.
Þorvaldur Árnason. Mynd/Vilhelm
Þorvaldur Árnason mun dæma vináttulandsleik á milli Lúxemborgar og Ungverjalands sem fer fram í Lúxemborg föstudaginn 3. júní næstkomandi.  Aðstoðardómarar Þorvalds í leiknum verða þeir Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Þorvaldur Árnason hefur verið FIFA-dómari frá 2010, þetta er stærsta verkefni hans til þessa og fyrsti A-landsleikurinn sem hann dæmir. Þorvaldur dæmir fyrir Fylki og er nú á sínu fjórða tímabili í efstu deild.

Ungverjar eru í 3. sæti í sínum riðli í undankeppni EM 2012 eftir tvö töp í röð fyrir Hollendingum en þær mæta síðan San Marínó á útivelli fjórum dögum eftir leikinn við Lúxemborg. Ungverjar mæta síðan Íslandi í vináttulandsleik í ágúst.

Lúxemborg er á botninum í sínum riðli með aðeins eitt stig úr sex leikjum. Liðið mætir Hvít-Rússum fjórum dögum eftir vináttulandsleikinn við Ungverja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×