Náði umhverfis jörðina á 80 dögum 10. maí 2011 15:56 Ferðalag Sighvats Bjarnasonar hefur eflaust ekki farið framhjá lesendum Vísis síðustu mánuði. Í lok febrúar hélt hann af stað í ferðalag umhverfis jörðina til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna, og hefur hann reglulega sent Vísi myndbönd þar sem hægt hefur verið að fylgjast með framgangi mála. Sighvatur setti sér alls kyns krefjandi reglur, sem gerðu það að verkum að hann gat ekki leyft sér að hoppa á milli flugvéla heldur fór hann landleiðina að mestu. Og það tókst. Sighvatur sendi Vísi í dag 26. og síðasta myndbandið af ferðalagi sínu. Hann er þar loksins kominn til Copacabana-strandar í Ríó á 80. degi eftir spennandi lokasprett þar sem munaði minnstu að áætlunin stæðist ekki. Sighvatur er kampakátur með árangurinn en viðurkennir að hann nái ekki að átta sig á áfanganum. Þetta samfellda ferðalag með tilheyrandi flækjum hafi tekið á og verið býsna erfitt á köflum. Þó segir hann ferðina hafa að sama skapi gengið ótrúlega vel og upplifunina magnaða. Það hafi komið í ljós að 80 dagar séu passlegur tími til að ferðast í kringum jörðina með þessum hætti. Nú hlakki hann þó mest til að komast heim í íslenska vorið og hitta fjölskyldu og ástvini. Þeir sem vilja kynna sér nákvæma leið ferðarinnar geta kíkt á kort sem Sighvatur hefur útbúið á vefnum Tripline. Enn er hægt að styrkja söfnunina en upplýsingar um hana má finna á vef Umhyggju. Við hvetjum lesendur Vísis einnig til að senda Sighvati hamingjukveðjur á Facebook-síðu verkefnisins.Svona lítur ferðakortið út eftir 80 dagana. Hlekkur á það er hér fyrir ofan. Umhverfis jörðina á 80 dögum Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Fleiri fréttir „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Sjá meira
Ferðalag Sighvats Bjarnasonar hefur eflaust ekki farið framhjá lesendum Vísis síðustu mánuði. Í lok febrúar hélt hann af stað í ferðalag umhverfis jörðina til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna, og hefur hann reglulega sent Vísi myndbönd þar sem hægt hefur verið að fylgjast með framgangi mála. Sighvatur setti sér alls kyns krefjandi reglur, sem gerðu það að verkum að hann gat ekki leyft sér að hoppa á milli flugvéla heldur fór hann landleiðina að mestu. Og það tókst. Sighvatur sendi Vísi í dag 26. og síðasta myndbandið af ferðalagi sínu. Hann er þar loksins kominn til Copacabana-strandar í Ríó á 80. degi eftir spennandi lokasprett þar sem munaði minnstu að áætlunin stæðist ekki. Sighvatur er kampakátur með árangurinn en viðurkennir að hann nái ekki að átta sig á áfanganum. Þetta samfellda ferðalag með tilheyrandi flækjum hafi tekið á og verið býsna erfitt á köflum. Þó segir hann ferðina hafa að sama skapi gengið ótrúlega vel og upplifunina magnaða. Það hafi komið í ljós að 80 dagar séu passlegur tími til að ferðast í kringum jörðina með þessum hætti. Nú hlakki hann þó mest til að komast heim í íslenska vorið og hitta fjölskyldu og ástvini. Þeir sem vilja kynna sér nákvæma leið ferðarinnar geta kíkt á kort sem Sighvatur hefur útbúið á vefnum Tripline. Enn er hægt að styrkja söfnunina en upplýsingar um hana má finna á vef Umhyggju. Við hvetjum lesendur Vísis einnig til að senda Sighvati hamingjukveðjur á Facebook-síðu verkefnisins.Svona lítur ferðakortið út eftir 80 dagana. Hlekkur á það er hér fyrir ofan.
Umhverfis jörðina á 80 dögum Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Fleiri fréttir „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Sjá meira