Íslenski boltinn

Völsungur verður að kaupa varabúning

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Völsungar verða ekki grænir í Kópavoginum. Mynd/Már Höskuldsson
Völsungar verða ekki grænir í Kópavoginum. Mynd/Már Höskuldsson
Þó svo Völsungur frá Húsavík hafi fagnað bikardrættinum í dag, er liðið dróst gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks, þá skapaði drátturinn einnig ákveðið vandamál fyrir félagið.

Breiðablik spilar nefnilega í grænum búningi, líkt og Völsungur, en Húsvíkingar eiga engan varabúning.

"Ég held að menn hafi farið í það eftir hádegið að panta varabúning. Það er lítið annað í stöðunni," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, við Vísi en nokkuð er síðan að Völsungur hefur þurft að kaupa varabúninga.

"Það var reyndar yfirvofandi að við yrðum að fá okkur varabúning í ár þar sem við spilum gegn Njarðvík. Í ljósi þessarar stöðu er lítið annað að gera en kaupa nýja búninga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×