Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona, á von á erfiðum úrslitaleik í Meistaradeildinni þegar liðið mætir Manchester United á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.
Bæði Barcelona og Real Madrid hafa tryggt sér meistaratitilinn í sínum löndum og eru nú byrjuð að undirbúa sig fyrir úrslitaleikinn sem fer fram þann 28. maí.
Barcelona vann 2-0 sigur á United þegar þessi lið mættust við sama tilefni fyrir tveimur árum síðan en á von á erfiðari leik nú.
„Manchester United er með ógnarsterkt lið og er ekki ólíkt Real Madrid," sagði Guardiola við spænska fjölmiðla. „Liðið er með leikmenn sem leggja mjög hart að sér og það er mjög erfitt að finna veikan blett á því."
Hann hefur einnig áhyggjur af skyndisóknum United. „Við verðum að hafa sérstakar gætur á því vegna þess að þeir geta verið fljótir að fara í sókn og skora. Við verðum að vera með það á hreinu hvernig þeir ætla að nálgast leikinn svo við getum spilað hann á okkar eigin forsendum.“
Fótbolti