Íslenski boltinn

Fanndís í byrjunarliðinu á móti Búlgaríu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir er í byrjunarliðinu.
Fanndís Friðriksdóttir er í byrjunarliðinu. Mynd/Pjetur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyri leikinn á móti Búlgaríu á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er fyrsti leikur íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2013 en leikurinn hefst klukann 19.30 annað kvöld.

Sigurður Ragnar gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá því í úrslitaleik Algarve-bikarsins í mars. Þóra Björg Helgadóttir kemur í markið í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur og þær Dóra María Lárusdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir fara út fyrir þær Fanndísi Friðriksdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur.

Þetta er í fyrsta sinn sem Fanndís er í byrjunarliðinu í alvöru landsleik en hún byrjaði tvisvar inn á í Algarve-bikarnum í mars og unnust báðir þeir leikir á móti Kína og Svíþjóð. Fanndís hefur annars komið inn á sem varamaður í 14 af 16 A-landsleikjum sínum.

Byrjunarlið Íslands á móti Búlgaríu:Markvörður: Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir: Sif Atladóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

Eyrún Guðmundsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir verða ekki í hópnum í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×