Íslenski boltinn

Stórsigur í 50. leiknum undir stjórn Sigurðar Ragnars - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið hélt áfram uppteknum hætti að byrja undankeppni vel þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Búlgaríu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2013. Þetta var fimmtugasti leikur liðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og héldu stelpurnar upp á tímamótin með góðum leik.

Íslenska kvennalandsliðið hefur unnið 28 af 50 leikjum sínum undir stjórn Sigurðar Ragnars og markatalan er glæsileg eða 116-49 íslenska liðinu í vil.

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fernu í leiknum og hefur þar með skorað 27 mörk í 18 landsleikjum sínum á Laugardalsvellinum. Hún var jafnframt að skora þrennu í fimmta sinn í A-landsleik í Laugardalnum.  

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á Laugardalsvellinum í gærkvöldi og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.



Mynd/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×