Fótbolti

Birkir spilaði í jafnteflisleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Már Sævarsson í leik með Brann.
Birkir Már Sævarsson í leik með Brann. Nordic Photos / Getty Images
Birkir Már Sævarsson spilaði allan leikinn fyrir Brann sem gerði 3-3 jafntefli við Haugasund í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Öll sex mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik. Brann komst yfir strax á fyrstu mínútu en Haugasund skoraði þrívegis á átján mínútna leikkafla.

Þá komu tvö mörk í röð frá Brann undir lok hálfleiksins og stóðu leikar jafnir allt til leiksloka eftir það.

Þetta var fyrsti leikur fjórðu umferðar deildarinnar en Brann er nú í öðru sæti deildarinnar með sjö stig, rétt eins og Tromsö sem er með betra markahlutfall í efsta sætinu.

Birkir er eini íslenski leikmaðurinn sem er á mála hjá Brann sem stendur.

Þá var einnig leikið í Svíþjóð í kvöld. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir GIF Sundsvall sem tapaði, 2-1, fyrir Assyriska. Ari Freyr lagði upp mark Sundsvall í leiknum.

Þetta var fyrsti leikurinn í 2. umferð deildarinnar en Sundsvall hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×