Tíska og hönnun

Framlengt í Hugmyndahúsinu

Konfekt úr Helvetica-letri er meðal þess sem boðið er upp á í Hugmyndahúsinu þessa dagana.
Konfekt úr Helvetica-letri er meðal þess sem boðið er upp á í Hugmyndahúsinu þessa dagana.
Þessa dagana standa yfir vel heppnaðar sýningar í Hugmyndahúsinu við Grandagarð. Sölusýning Grafíunnar, Sýniletur og verðlaunasýning FÍT. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að framlengja sýningarnar fram á sunnudag.

Í tilkynningu frá Grafíunni segir: „Sölusýning Grafíunnar er framtak annars árs nema í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og er tilgangurinn að safna fyrir útskriftarferð næsta haust. Opnunartíminn er frá 13-21, en á sama stað er hægt að nálgast sýninguna Sýniletur og FÍT verðlaunasýninguna. Við erum með fjölda margar fallegar hönnunarvörur til sýnis og sölu og rjúkandi heitt og frítt kaffi á könnunni fyrir kaffiþyrsta!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×