Sport

Hálfíslenskur Finni gerir það gott á HM í skylmingum

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Alexander Lahtinen.
Alexander Lahtinen.
19 ára hálfíslenskur Finni, Alexander Lahtinen náði um helgina þriðja sæti á heimsmeistaramóti unglinga í skylmingum undir 20 ára sem stendur yfir í Jórdaníu. 140 keppendur frá 38 löndum taka þátt á mótinu svo árangurinn verður að teljast glæsilegur.

Alexander sem á íslenskan föður og finnska móður tapaði í undanúrslitum fyrir egypskum mótherja sem varð heimsmeistari fyrir tveimur árum. Alexander náði fimmta sæti á því móti .

Kjartan Ólafsson faðir Alexanders sagðist í samtali við íþróttadeild í morgun hafa verið í sambandi við skylmingasamband Íslands með það fyrir augum að Alexander keppi fyrir Íslands hönd en hann er á vegum finnska skylmingasambandsins í Jórdaníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×