Nemanja Vidic, fyrirliði Man. Utd, vill að liðið mæti grimmt til leiks gegn Chelsea á Stamford Bridge í fyrri liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Vidic vill að United sæki í leiknum.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er vanur að spila skynsamlega á útivöllum í Evrópukeppni og er ekki hrifinn af því að sækja sérstaklega mikið. Vidic vill að liðið næli í að minnsta kosti eitt útivallarmark.
"Auðvitað er þetta gríðarlega mikilvægur leikur og aftur byrjum við á útivelli. Við getum mætt jákvæðir til leiks eftir frammistöðuna gegn West Ham. Við skoruðum fjögur mörk og spiluðum góðan fótbolta. Ég tel okkur eiga að spila þannig gegn Chelsea," sagði Vidic.
"Við verðum að bæta varnarleikinn en ég held það verði í lagi með okkur."
Fótbolti