Íslenski boltinn

Stelpurnar okkar spila fyrstu þrjá leikina á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stelpurnar spila þrjá fyrstu leikina á heimavelli.
Stelpurnar spila þrjá fyrstu leikina á heimavelli.
Nú er leikjadagskrá íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta endanlega orðin ljós en stelpurnar spila sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2013 á móti Búlgaríu á Laugardalsvellinum fimmtudaginn 19. maí. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Í fyrstu leit út fyrir að leikurinn við búlgarska landsliðið yrði spilaður úti í Búlgaríu en stelpurnar okkar munu nú í staðinn fara til Búlgaríu í júní 2012.

Fyrstu þrír leikir íslenska liðsins í keppninni verða á heimavelli því Norðmenn koma næst í heimsókn í Laugardalinn 17. september og Belgar spila síðan á Laugardalsvellinum fjórum dögum seinna.

Önnur lið í riðli íslands eru Norður Írland og Ungverjaland en stelpurnar spila sinn fyrsta útileik á móti Ungverjum 22. október næstkomandi.

Íslenska kvennalandsliðið er að reyna að komast á sitt annað Evrópumót í röð en stelpurnar voru með á EM í Finnlandi árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×