Spánverjinn Fernando Torres vonast eftir því að mæta löndum sínum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Wembley í vor. Chelsea gæti mætt Barcelona eða Real Madrid í úrslitaleiknum en Chelsea-liðið mætir Manchester United í átta liða úrslitunum.
„Ég myndi elska það að komst í úrslitaleikinn með Chelsea og mæta þar spænsku liði," sagði Fernando Torres í viðtali við The Sun. Hann tjáði sig um möguleika Real Madrid á móti Tottenham.
„Real Madrid er sigurstranglegasta liðið í keppninni en þetta verður ekki auðvelt fyrir þá á móti Tottenham. Það eru svona 60 prósent líkur á sigri Real. Þeir hvítu þurfa að spila mjög vel til að vinna lið Tottenham sem hefur menn eins og Modric, Bale and Lennon," sagði Torres.
Roman Abramovich, eigandi Chelsea, eyddi 71 milljón punda í Torres og David Luiz í janúar og Torres segir það lýsa vel metnaði Rússans sem ætlar að upplifa draum sinn um að gera Chelsea-liðið að Evrópumeisturum.
„Það að Roman Abramovich hafi verið tilbúinn að eyða svona miklum peningum í okkur sýnir bara að hann vill setja saman eins gott lið og mögulegt er. Hann hefur mikinn metnað og ætlar ekki að hætta fyrr en draumur hans, um að vinna Meistaradeildina, rætist," sagði Torres.
Fótbolti