Umfjöllun: Öruggt hjá Fram gegn Stjörnunni Hlynur Valsson skrifar 30. mars 2011 21:31 Pavla Nevarilova skorar í kvöld. Mynd/Vilhelm Framarar sigruðu Stjörnuna auðveldlega í Safamýrinni í kvöld, 38-30, en þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Framarar héldu forystunni allan leikinn og komust mest í 10 marka forskot í seinni hálfleik. Karen Knútsdóttir var atkvæðamest í liði heimamanna með 10 mörk og Íris Björk Símonardóttir stóð vaktina í markinu og varði 18 skot. Hjá gestunum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir markahæst með 10 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Það var gríðarleg eftirvænting fyrir leikinn enda liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti deildarinnar að eigast við. Fyrri viðureignir liðanna í vetur enduðu báðir með eins marks sigri Framara og því flestir sem bjuggust við spennandi og skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði með látum og voru það gestirnir úr Garðabæ sem skoruðu fyrsta mark leiksins en Framarar svöruðu með þrem mörkum í röð og voru fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútna leik 6-2. Framstúlkur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og héldu 3-4 marka forystu lengi vel. Þegar um fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleik skoraði Stjarnan 3 mörk í röð og minnkaði muninn í 2 mörk með góðri rispu en staðan í hálfleik var 18-15 heimamönnum í vil. Í liði heimamanna voru þær Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir markahæstar í hálfleik með 5 mörk hvor. En hjá gestunum var það Elísabet Gunnarsdóttir sem dró vagninn með 6 mörk. Framarar komu gríðarlega ákveðnar til leiks í seinni hálfleikinn og skoruðu 7 mörk gegn 2 á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiksins. Stjörnustúlkur komust hvorki lönd né strönd gegn vel skipulögðu liði Framara og fór munurinn mest í 10 mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum 34-24. Sigur Framara var aldrei í hættu og síst of stór en lokatölur í Safamýrinni 38-30. Stjarnan því komin með bakið upp við vegg en þær verða að vinna næsta leik liðanna sem fram fer á laugardaginn í Garðabænum til að knýja fram oddaleik í Safamýrinni. Fram-Stjarnan 38-30 Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 10, Hildur Þorgeirsdóttir 8, Stella Sigurðardóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Pavla Nevarilova 4, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1 og María Karlsdóttir 1. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18, Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir 2. Utanvallar: 0 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 10, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 2, Kristín Jóhanna Clausen 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Rut Steinsen 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1 og Hildur Harðardóttir 1. Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 7, Sólveig Björk Ásmundardóttir 7. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Júlíus Sigurjónsson og Bjarni Viggósson. Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Framarar sigruðu Stjörnuna auðveldlega í Safamýrinni í kvöld, 38-30, en þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Framarar héldu forystunni allan leikinn og komust mest í 10 marka forskot í seinni hálfleik. Karen Knútsdóttir var atkvæðamest í liði heimamanna með 10 mörk og Íris Björk Símonardóttir stóð vaktina í markinu og varði 18 skot. Hjá gestunum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir markahæst með 10 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Það var gríðarleg eftirvænting fyrir leikinn enda liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti deildarinnar að eigast við. Fyrri viðureignir liðanna í vetur enduðu báðir með eins marks sigri Framara og því flestir sem bjuggust við spennandi og skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði með látum og voru það gestirnir úr Garðabæ sem skoruðu fyrsta mark leiksins en Framarar svöruðu með þrem mörkum í röð og voru fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútna leik 6-2. Framstúlkur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og héldu 3-4 marka forystu lengi vel. Þegar um fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleik skoraði Stjarnan 3 mörk í röð og minnkaði muninn í 2 mörk með góðri rispu en staðan í hálfleik var 18-15 heimamönnum í vil. Í liði heimamanna voru þær Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir markahæstar í hálfleik með 5 mörk hvor. En hjá gestunum var það Elísabet Gunnarsdóttir sem dró vagninn með 6 mörk. Framarar komu gríðarlega ákveðnar til leiks í seinni hálfleikinn og skoruðu 7 mörk gegn 2 á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiksins. Stjörnustúlkur komust hvorki lönd né strönd gegn vel skipulögðu liði Framara og fór munurinn mest í 10 mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum 34-24. Sigur Framara var aldrei í hættu og síst of stór en lokatölur í Safamýrinni 38-30. Stjarnan því komin með bakið upp við vegg en þær verða að vinna næsta leik liðanna sem fram fer á laugardaginn í Garðabænum til að knýja fram oddaleik í Safamýrinni. Fram-Stjarnan 38-30 Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 10, Hildur Þorgeirsdóttir 8, Stella Sigurðardóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Pavla Nevarilova 4, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1 og María Karlsdóttir 1. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18, Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir 2. Utanvallar: 0 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 10, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 2, Kristín Jóhanna Clausen 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Rut Steinsen 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1 og Hildur Harðardóttir 1. Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 7, Sólveig Björk Ásmundardóttir 7. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Júlíus Sigurjónsson og Bjarni Viggósson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira