Möguleikar Íslands Heiðar Guðjónsson skrifar 22. mars 2011 06:00 Við Íslendingar stöndum á krossgötum í dag, þar sem við spyrjum okkur grundvallarspurninga eins og á hverju munum við lifa og byggja landið í framtíðinni. Flestum þykir að sjálfsögðu erfitt að hafa ekki fast land undir fótum þegar kemur slíkum lykilspurningum og því mikilvægt að uppbyggileg umræða fari fram sem hjálpi okkur að gera myndina skýrari, þannig að við vitum betur hvert skal stefna. Staðreyndin er að hamingja hvers manns ræðst mikið af væntingum um framtíðina. Snúist væntingar um framtíðina um verri tíð, er hamingjan takmörkuð. Séu væntingar um betri aðstæður eykst hamingja og þróttur hvers manns. Umræðan um hvers konar þjóðfélag eigi að ríkja á Íslandi byggir á framtíðarsýn okkar um þróun þeirra þátta sem hafa áhrif á okkur. Hugmyndir félagsfræðinga, landafræðinga, veðurfræðinga og hagfræðinga mótast af ólíkum þáttum. Hins vegar virðist hjálplegt að taka þær hugmyndir saman og sjá hvað helstu sérfræðingar telji að verði helstu áhrifavaldar um þróun lífs á jörðinni. Dr. Laurence Smith, prófessor við UCLA háskóla, gaf út bók sína „The New North" í þessum mánuði í Evrópu, en hugmyndir hans hafa vakið gríðarlega athygli. Þær byggjast á því að fjórir grunnþættir verði ráðandi um þróun lífskjara almennings. Þær eru fjölgun mannkyns, alþjóðavæðing, sókn í hrávörur og hlýnun jarðar. Deila má endalaust um þessa þætti. Hvað valdi og hvort að mál muni þróast með einum hætti eða öðrum. Það breytir því hins vegar ekki að að áhugavert er að ímynda sér hvaða áhrif það hefði gengi þessi framtíðarsýn eftir. Í bókinni fjallar Dr. Smith um ríki norðurheimskautsins og hvernig lífsgæði þar muni aukast í framtíðinni. Þannig muni hnattræn hlýnun bæta stöðu landbúnaðar og auka flutning fólks norðurþegar veðurskilyrði batna þar en versna á öðrum svæðum. Ferðamannaiðnaður muni vaxa. Aðgangur að vatni verði æ mikilvægari og „blátt gull" þessara landa séu stærstu birgðir jarðar af vatni. Eins muni leit að olíu og gasi færast norður á bóginn samhliða siglingum og flutningum á sjó. Íslendingar framleiða í dag 5 sinnum þá orku sem þeir þurfa, en umframorkan er seld til erlendrar stóriðju. Við framleiðum 10 sinnum meira af próteini, með fiskveiðum og vinnslu, en við neytum. Við eigum gríðarlegar birgðir af hreinu vatni og nú bætast við möguleikar á olíu og gasleit, þegar Norðmenn eru að byrja að rannsaka Drekasvæðið, en Íslendingar eiga tilkall til 75% af þeim auðlindum sem þar finnast. Á síðustu 30 árum hefur Íslendingum fjölgað um helming og Dr. Smith telur að sú þróun muni væntanlega halda áfram. Íslendingar verði því um hálf milljón eftir önnur 30 ár. Miðað við stöðu og auðlindir Íslands og ofangreinda framtíðarsýn eru tækifærin í tengslum við hinar gríðarlegu náttúruauðlindir sem Íslendingar eiga mögnuð og geta hæglega skapað slíkum íbúafjölda lífsskilyrði í fremstu röð. Í slíkri framtíðarsýn er Ísland land tækifæranna þar sem þjóðin getur horft þróttmikil fram á veg. Allir sem eru áhugasamir um hugmyndir Dr. Smith eru boðnir velkomnir á á fyrirlestur hans á föstudag 25. mars í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands klukkan 12.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar stöndum á krossgötum í dag, þar sem við spyrjum okkur grundvallarspurninga eins og á hverju munum við lifa og byggja landið í framtíðinni. Flestum þykir að sjálfsögðu erfitt að hafa ekki fast land undir fótum þegar kemur slíkum lykilspurningum og því mikilvægt að uppbyggileg umræða fari fram sem hjálpi okkur að gera myndina skýrari, þannig að við vitum betur hvert skal stefna. Staðreyndin er að hamingja hvers manns ræðst mikið af væntingum um framtíðina. Snúist væntingar um framtíðina um verri tíð, er hamingjan takmörkuð. Séu væntingar um betri aðstæður eykst hamingja og þróttur hvers manns. Umræðan um hvers konar þjóðfélag eigi að ríkja á Íslandi byggir á framtíðarsýn okkar um þróun þeirra þátta sem hafa áhrif á okkur. Hugmyndir félagsfræðinga, landafræðinga, veðurfræðinga og hagfræðinga mótast af ólíkum þáttum. Hins vegar virðist hjálplegt að taka þær hugmyndir saman og sjá hvað helstu sérfræðingar telji að verði helstu áhrifavaldar um þróun lífs á jörðinni. Dr. Laurence Smith, prófessor við UCLA háskóla, gaf út bók sína „The New North" í þessum mánuði í Evrópu, en hugmyndir hans hafa vakið gríðarlega athygli. Þær byggjast á því að fjórir grunnþættir verði ráðandi um þróun lífskjara almennings. Þær eru fjölgun mannkyns, alþjóðavæðing, sókn í hrávörur og hlýnun jarðar. Deila má endalaust um þessa þætti. Hvað valdi og hvort að mál muni þróast með einum hætti eða öðrum. Það breytir því hins vegar ekki að að áhugavert er að ímynda sér hvaða áhrif það hefði gengi þessi framtíðarsýn eftir. Í bókinni fjallar Dr. Smith um ríki norðurheimskautsins og hvernig lífsgæði þar muni aukast í framtíðinni. Þannig muni hnattræn hlýnun bæta stöðu landbúnaðar og auka flutning fólks norðurþegar veðurskilyrði batna þar en versna á öðrum svæðum. Ferðamannaiðnaður muni vaxa. Aðgangur að vatni verði æ mikilvægari og „blátt gull" þessara landa séu stærstu birgðir jarðar af vatni. Eins muni leit að olíu og gasi færast norður á bóginn samhliða siglingum og flutningum á sjó. Íslendingar framleiða í dag 5 sinnum þá orku sem þeir þurfa, en umframorkan er seld til erlendrar stóriðju. Við framleiðum 10 sinnum meira af próteini, með fiskveiðum og vinnslu, en við neytum. Við eigum gríðarlegar birgðir af hreinu vatni og nú bætast við möguleikar á olíu og gasleit, þegar Norðmenn eru að byrja að rannsaka Drekasvæðið, en Íslendingar eiga tilkall til 75% af þeim auðlindum sem þar finnast. Á síðustu 30 árum hefur Íslendingum fjölgað um helming og Dr. Smith telur að sú þróun muni væntanlega halda áfram. Íslendingar verði því um hálf milljón eftir önnur 30 ár. Miðað við stöðu og auðlindir Íslands og ofangreinda framtíðarsýn eru tækifærin í tengslum við hinar gríðarlegu náttúruauðlindir sem Íslendingar eiga mögnuð og geta hæglega skapað slíkum íbúafjölda lífsskilyrði í fremstu röð. Í slíkri framtíðarsýn er Ísland land tækifæranna þar sem þjóðin getur horft þróttmikil fram á veg. Allir sem eru áhugasamir um hugmyndir Dr. Smith eru boðnir velkomnir á á fyrirlestur hans á föstudag 25. mars í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands klukkan 12.00.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun