Heynckes hættir hjá Leverkusen - gæti verið á leið til Bayern Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2011 20:30 Nordic Photos / Bongarts Jupp Heynckes, stjóri Bayer Leverkusen, mun hætta hjá félaginu þegar að tímabilinu lýkur í Þýskalandi í vor en hann er nú að íhuga tilboð um að taka við Bayern München. Robin Dutt, stjóri Freiburg, mun taka við Leverkusen í sumar en Heynckes hefur tvívegis áður stýrt Bayern og jafn oft orðið Þýskalandsmeistari með liðinu. „Ég er ekki búinn að segja já og það hafa engar viðræður átt sér stað,“ sagði hann en staðfesti að Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri Bayern, hafi hringt í sig til að bjóða sér starfið. „Ég ræddi svo líka við Uli Höness (forseta Bayern), góðvin minn.“ Heynckes stýrði Bayern fyrst frá 1987 til 1991 en liðið varð meistari árin 1989 og 1990. Hann kom svo liðinu til bjargar undir lok tímabilsins 2009 eftir að Jürgen Klinsmann var sagt upp störfum. Louis van Gaal tók við Bayern eftir það en hann mun hætta með liðið í sumar. Bayern hefur gengið illa á tímabilinu til þessa og er liðið í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar nú og fallið úr leik í bæði Meistaradeild Evrópu og þýsku bikarkeppninni. Bayern varð tvöfaldur meistari í fyrra og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en tapaði í honum fyrir Inter frá Ítalíu. Leverkusen er úr leik í Evrópudeild UEFA en er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Dortmund. Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira
Jupp Heynckes, stjóri Bayer Leverkusen, mun hætta hjá félaginu þegar að tímabilinu lýkur í Þýskalandi í vor en hann er nú að íhuga tilboð um að taka við Bayern München. Robin Dutt, stjóri Freiburg, mun taka við Leverkusen í sumar en Heynckes hefur tvívegis áður stýrt Bayern og jafn oft orðið Þýskalandsmeistari með liðinu. „Ég er ekki búinn að segja já og það hafa engar viðræður átt sér stað,“ sagði hann en staðfesti að Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri Bayern, hafi hringt í sig til að bjóða sér starfið. „Ég ræddi svo líka við Uli Höness (forseta Bayern), góðvin minn.“ Heynckes stýrði Bayern fyrst frá 1987 til 1991 en liðið varð meistari árin 1989 og 1990. Hann kom svo liðinu til bjargar undir lok tímabilsins 2009 eftir að Jürgen Klinsmann var sagt upp störfum. Louis van Gaal tók við Bayern eftir það en hann mun hætta með liðið í sumar. Bayern hefur gengið illa á tímabilinu til þessa og er liðið í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar nú og fallið úr leik í bæði Meistaradeild Evrópu og þýsku bikarkeppninni. Bayern varð tvöfaldur meistari í fyrra og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en tapaði í honum fyrir Inter frá Ítalíu. Leverkusen er úr leik í Evrópudeild UEFA en er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Dortmund.
Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira