Domenicali: Lykilatriði að vera með rétta keppnisáætlun til að sigra 22. mars 2011 13:16 Stefano Domenicali að störfum í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í fyrra með Ferrari. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Yfirmaður Ferrrari, Stefano Domenicali telur að keppnisáætlanir Formúlu 1 liða muni ráða meiru en áður, hvað varðar sigurmöguleika ökumanna í mótum. Ástæðan er sú að nýr dekkjaframleiðandi, Pirelli mætir með dekk sem slitna hraðar en dekk sem voru notuð í fyrra og er það með ráðum gert. Til að reyna meira á ökumenn og keppnislið. Domenciali sagði í frétt á autosport.com í dag að Ferrari verði að nálgast mót á nýjan hátt og að taki verði fleiri þjónustuhlé í mótum. "Þetta er mikilvægt atriði hvað samstarf liðsmanna varðar í mótum, því fleiri þjónustuhlé þýðir að meðlimir liðsins eru enn mikilvægari en ella hvað varðar útkomuna í mótum. Það gæti farið svo að tímatakan og staðan á ráslínu verði ekki eins mikilvæg og í fyrra", sagði Domenicali. "Þetta þýðir einfaldlega að það er líklegra að bíll sem náði ekki besta tíma og er ekki fremstur á ráslíu geti samt sem áður orðið fyrstur í endamark. Það verður algjört lykilatriði á vera með rétta keppnisáætlun til að sigra í móti." Domenicali segir góðan liðsanda innan Ferrari liðsins og menn bíði áhugsamir eftir mótinu í Melbourne og það muni sýna hvar liðið stendur. "Það voru fimmtán æfingadagar í vetur í heildina. Ég er varfærinn að eðlisfari og til að meta stöðu okkar, þá verð ég að taka mið af því hvernig við æfðum, auk þess að skoða hvað önnur lið voru að gera. Við vitum ekki nákvæmlega hvað önnur lið voru að gera og því þarf að meta okkar stöðu varfærnislega", sagði Domenicali. Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Yfirmaður Ferrrari, Stefano Domenicali telur að keppnisáætlanir Formúlu 1 liða muni ráða meiru en áður, hvað varðar sigurmöguleika ökumanna í mótum. Ástæðan er sú að nýr dekkjaframleiðandi, Pirelli mætir með dekk sem slitna hraðar en dekk sem voru notuð í fyrra og er það með ráðum gert. Til að reyna meira á ökumenn og keppnislið. Domenciali sagði í frétt á autosport.com í dag að Ferrari verði að nálgast mót á nýjan hátt og að taki verði fleiri þjónustuhlé í mótum. "Þetta er mikilvægt atriði hvað samstarf liðsmanna varðar í mótum, því fleiri þjónustuhlé þýðir að meðlimir liðsins eru enn mikilvægari en ella hvað varðar útkomuna í mótum. Það gæti farið svo að tímatakan og staðan á ráslínu verði ekki eins mikilvæg og í fyrra", sagði Domenicali. "Þetta þýðir einfaldlega að það er líklegra að bíll sem náði ekki besta tíma og er ekki fremstur á ráslíu geti samt sem áður orðið fyrstur í endamark. Það verður algjört lykilatriði á vera með rétta keppnisáætlun til að sigra í móti." Domenicali segir góðan liðsanda innan Ferrari liðsins og menn bíði áhugsamir eftir mótinu í Melbourne og það muni sýna hvar liðið stendur. "Það voru fimmtán æfingadagar í vetur í heildina. Ég er varfærinn að eðlisfari og til að meta stöðu okkar, þá verð ég að taka mið af því hvernig við æfðum, auk þess að skoða hvað önnur lið voru að gera. Við vitum ekki nákvæmlega hvað önnur lið voru að gera og því þarf að meta okkar stöðu varfærnislega", sagði Domenicali.
Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira