Domenicali: Lykilatriði að vera með rétta keppnisáætlun til að sigra 22. mars 2011 13:16 Stefano Domenicali að störfum í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í fyrra með Ferrari. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Yfirmaður Ferrrari, Stefano Domenicali telur að keppnisáætlanir Formúlu 1 liða muni ráða meiru en áður, hvað varðar sigurmöguleika ökumanna í mótum. Ástæðan er sú að nýr dekkjaframleiðandi, Pirelli mætir með dekk sem slitna hraðar en dekk sem voru notuð í fyrra og er það með ráðum gert. Til að reyna meira á ökumenn og keppnislið. Domenciali sagði í frétt á autosport.com í dag að Ferrari verði að nálgast mót á nýjan hátt og að taki verði fleiri þjónustuhlé í mótum. "Þetta er mikilvægt atriði hvað samstarf liðsmanna varðar í mótum, því fleiri þjónustuhlé þýðir að meðlimir liðsins eru enn mikilvægari en ella hvað varðar útkomuna í mótum. Það gæti farið svo að tímatakan og staðan á ráslínu verði ekki eins mikilvæg og í fyrra", sagði Domenicali. "Þetta þýðir einfaldlega að það er líklegra að bíll sem náði ekki besta tíma og er ekki fremstur á ráslíu geti samt sem áður orðið fyrstur í endamark. Það verður algjört lykilatriði á vera með rétta keppnisáætlun til að sigra í móti." Domenicali segir góðan liðsanda innan Ferrari liðsins og menn bíði áhugsamir eftir mótinu í Melbourne og það muni sýna hvar liðið stendur. "Það voru fimmtán æfingadagar í vetur í heildina. Ég er varfærinn að eðlisfari og til að meta stöðu okkar, þá verð ég að taka mið af því hvernig við æfðum, auk þess að skoða hvað önnur lið voru að gera. Við vitum ekki nákvæmlega hvað önnur lið voru að gera og því þarf að meta okkar stöðu varfærnislega", sagði Domenicali. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Yfirmaður Ferrrari, Stefano Domenicali telur að keppnisáætlanir Formúlu 1 liða muni ráða meiru en áður, hvað varðar sigurmöguleika ökumanna í mótum. Ástæðan er sú að nýr dekkjaframleiðandi, Pirelli mætir með dekk sem slitna hraðar en dekk sem voru notuð í fyrra og er það með ráðum gert. Til að reyna meira á ökumenn og keppnislið. Domenciali sagði í frétt á autosport.com í dag að Ferrari verði að nálgast mót á nýjan hátt og að taki verði fleiri þjónustuhlé í mótum. "Þetta er mikilvægt atriði hvað samstarf liðsmanna varðar í mótum, því fleiri þjónustuhlé þýðir að meðlimir liðsins eru enn mikilvægari en ella hvað varðar útkomuna í mótum. Það gæti farið svo að tímatakan og staðan á ráslínu verði ekki eins mikilvæg og í fyrra", sagði Domenicali. "Þetta þýðir einfaldlega að það er líklegra að bíll sem náði ekki besta tíma og er ekki fremstur á ráslíu geti samt sem áður orðið fyrstur í endamark. Það verður algjört lykilatriði á vera með rétta keppnisáætlun til að sigra í móti." Domenicali segir góðan liðsanda innan Ferrari liðsins og menn bíði áhugsamir eftir mótinu í Melbourne og það muni sýna hvar liðið stendur. "Það voru fimmtán æfingadagar í vetur í heildina. Ég er varfærinn að eðlisfari og til að meta stöðu okkar, þá verð ég að taka mið af því hvernig við æfðum, auk þess að skoða hvað önnur lið voru að gera. Við vitum ekki nákvæmlega hvað önnur lið voru að gera og því þarf að meta okkar stöðu varfærnislega", sagði Domenicali.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira