Lánið frá EIB óbeint tengt við lausn Icesave 23. mars 2011 15:13 Lánið sem Landsvirkjun hefur fengið frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) upp á 11,3 milljarða kr. er óbeint háð lausn á Icesave deilunni. Ljóst er að Landsvirkjun mun ekki draga á þetta lán fyrr en eftir 9. apríl þegar þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er lokið. Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir að í lánasamningnum við EIB sé ákvæði um lágmarks lánshæfiseinkunn ríkissjóðs það er lánshæfið má ekki falla niður í svokallaðan ruslflokk. Sem stendur er lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hjá matsfyrirtækinu Moody´s einu haki fyrir ofan ruslflokk með neikvæðum horfum. Moody´s sagði í áliti fyrr í vetur að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs yrði endurskoðuð þegar séð verður hvernig lyktir verða á Iceasave málinu í apríl. Hörður Árnason segir að með þessum hætti sé lausn á Icesave deilunni óbeint tengd inn í lánasamninginn við EIB og ljóst að lánið fæst ekki afgreitt ef Moody´s fellir lánshæfi ríkissjóðs um einn flokk. Hér má geta þess að lánshæfi ríkissjóðs er þegar í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratings en hjá Standard & Poor´s er lánshæfið einu haki frá ruslinu eins og hjá Moody´s. Álit Moody´s hefur þó mesta vigt af þessum þremur matsfyrirtækjum þar sem Moody´s metur einnig lánshæfi Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs. Hvað varðar framgang fjármögnunar fyrir Búðarhálsvirkjun er Hörður ánægður með þróunina. Með láni EIB sé nú búið að fjármagna um 75% af virkjunarframkvæmdunum. „Og ef allt fer á besta veg fyrir okkur mun það ekki verða neitt vandamálið að fjármagna afganginn," segir Hörður. Icesave Tengdar fréttir Landsvirkjun fær 11,3 milljarða lán frá EIB Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Evra eða að jafnvirði um 11,3 milljarðar króna. 23. mars 2011 14:08 Moody's segir ruslflokk líklegan segi þjóðin nei við Icesave Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 23. febrúar 2011 13:44 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Lánið sem Landsvirkjun hefur fengið frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) upp á 11,3 milljarða kr. er óbeint háð lausn á Icesave deilunni. Ljóst er að Landsvirkjun mun ekki draga á þetta lán fyrr en eftir 9. apríl þegar þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er lokið. Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir að í lánasamningnum við EIB sé ákvæði um lágmarks lánshæfiseinkunn ríkissjóðs það er lánshæfið má ekki falla niður í svokallaðan ruslflokk. Sem stendur er lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hjá matsfyrirtækinu Moody´s einu haki fyrir ofan ruslflokk með neikvæðum horfum. Moody´s sagði í áliti fyrr í vetur að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs yrði endurskoðuð þegar séð verður hvernig lyktir verða á Iceasave málinu í apríl. Hörður Árnason segir að með þessum hætti sé lausn á Icesave deilunni óbeint tengd inn í lánasamninginn við EIB og ljóst að lánið fæst ekki afgreitt ef Moody´s fellir lánshæfi ríkissjóðs um einn flokk. Hér má geta þess að lánshæfi ríkissjóðs er þegar í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratings en hjá Standard & Poor´s er lánshæfið einu haki frá ruslinu eins og hjá Moody´s. Álit Moody´s hefur þó mesta vigt af þessum þremur matsfyrirtækjum þar sem Moody´s metur einnig lánshæfi Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs. Hvað varðar framgang fjármögnunar fyrir Búðarhálsvirkjun er Hörður ánægður með þróunina. Með láni EIB sé nú búið að fjármagna um 75% af virkjunarframkvæmdunum. „Og ef allt fer á besta veg fyrir okkur mun það ekki verða neitt vandamálið að fjármagna afganginn," segir Hörður.
Icesave Tengdar fréttir Landsvirkjun fær 11,3 milljarða lán frá EIB Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Evra eða að jafnvirði um 11,3 milljarðar króna. 23. mars 2011 14:08 Moody's segir ruslflokk líklegan segi þjóðin nei við Icesave Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 23. febrúar 2011 13:44 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Landsvirkjun fær 11,3 milljarða lán frá EIB Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Evra eða að jafnvirði um 11,3 milljarðar króna. 23. mars 2011 14:08
Moody's segir ruslflokk líklegan segi þjóðin nei við Icesave Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 23. febrúar 2011 13:44