Ólína leggst gegn áskorun Barðstrendinga 25. mars 2011 11:14 Ólína Þorvaðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa verið boðaðir til Patreksfjarðar klukkan þrjú í dag til að taka við áskorun eitt þúsund íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum um að nýr þjóðvegur verði lagður um Teigsskóg í stað vegarins um Ódrjúgsháls. Ólína Þorvarðardóttir lýsir andstöðu við áskorun ibúanna. Að sögn Magnúsar Ólafs Hanssonar, eins forsvarsmanna undirskriftasöfnunarinnar, voru þrír þingmenn mættir á Patreksfjörð í morgun, þeir Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, en þau Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur Steingrímsson hafa afboðað sig, en Guðbjartur Hannesson segir óvíst hvort hann mæti. Áhugafólk í Vesturbyggð hóf söfnun undirskriftanna fyrir rúmum mánuði en þar eru þingmenn hvattir til þess að samþykkja lagafrumvarp um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg í Þorskafirði og þvert yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Þingmenn eru hvattir til að víkja til hliðar óverulegum einkahagsmunum en tryggja í staðinn hagsmuni heils landshluta þar sem byggð á Vestfjörðum þoli ekki frekari seinkun á samgöngubótum. Undirskriftunum, sem eru að sögn Magnúsar, nærri eitt þúsund talsins, var safnað á Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal og á Reykhólum, og verða þær afhentar þeim þingmönnum sem mæta klukkan þrjú í dag í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Einn þingmaður, Ólína Þorvarðardóttir, segist í svari ekki styðja áskorun um að þessi vegagerð verði knúin í gegn með sérlögum, eftir Hæstaréttardóm og þvert á vegalög, - hún sé ekki tilbúin að ganga svo langt í vinsældasókn - jafnvel ekki í sínu eigin kjördæmi. "Ég tel það sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að leysa samgönguvanda Barðstrendinga með þessum hætti, - enda væri þá vandlifað og ótraust í henni veröld, ef þingmenn og stjórnvöld gætu einatt knúið fram vilja sinn með því að setja sérlög gegn almennri gildandi löggjöf sem fyrir er," segir Ólína í svari sínu og bætir við: "Það eru aðrar leiðir færar í þessu máli - það er hægt að leggja göng í gegnum hálsana, brúa Þorskafjörð, fara utan við annan hálsinn og í gegnum hinn. Við þurfum ekki endilega að fara í gegnum Teigskóg og storka dómum Hæstaréttar til þess að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum komist öruggir leiðar sinnar út úr fjórðungnum. Málið er hægt að leysa með því einu að samgönguyfirvöld líti raunæft á aðra þá valkosti sem eru í stöðunni," segir Ólína. Teigsskógur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa verið boðaðir til Patreksfjarðar klukkan þrjú í dag til að taka við áskorun eitt þúsund íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum um að nýr þjóðvegur verði lagður um Teigsskóg í stað vegarins um Ódrjúgsháls. Ólína Þorvarðardóttir lýsir andstöðu við áskorun ibúanna. Að sögn Magnúsar Ólafs Hanssonar, eins forsvarsmanna undirskriftasöfnunarinnar, voru þrír þingmenn mættir á Patreksfjörð í morgun, þeir Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, en þau Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur Steingrímsson hafa afboðað sig, en Guðbjartur Hannesson segir óvíst hvort hann mæti. Áhugafólk í Vesturbyggð hóf söfnun undirskriftanna fyrir rúmum mánuði en þar eru þingmenn hvattir til þess að samþykkja lagafrumvarp um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg í Þorskafirði og þvert yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Þingmenn eru hvattir til að víkja til hliðar óverulegum einkahagsmunum en tryggja í staðinn hagsmuni heils landshluta þar sem byggð á Vestfjörðum þoli ekki frekari seinkun á samgöngubótum. Undirskriftunum, sem eru að sögn Magnúsar, nærri eitt þúsund talsins, var safnað á Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal og á Reykhólum, og verða þær afhentar þeim þingmönnum sem mæta klukkan þrjú í dag í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Einn þingmaður, Ólína Þorvarðardóttir, segist í svari ekki styðja áskorun um að þessi vegagerð verði knúin í gegn með sérlögum, eftir Hæstaréttardóm og þvert á vegalög, - hún sé ekki tilbúin að ganga svo langt í vinsældasókn - jafnvel ekki í sínu eigin kjördæmi. "Ég tel það sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að leysa samgönguvanda Barðstrendinga með þessum hætti, - enda væri þá vandlifað og ótraust í henni veröld, ef þingmenn og stjórnvöld gætu einatt knúið fram vilja sinn með því að setja sérlög gegn almennri gildandi löggjöf sem fyrir er," segir Ólína í svari sínu og bætir við: "Það eru aðrar leiðir færar í þessu máli - það er hægt að leggja göng í gegnum hálsana, brúa Þorskafjörð, fara utan við annan hálsinn og í gegnum hinn. Við þurfum ekki endilega að fara í gegnum Teigskóg og storka dómum Hæstaréttar til þess að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum komist öruggir leiðar sinnar út úr fjórðungnum. Málið er hægt að leysa með því einu að samgönguyfirvöld líti raunæft á aðra þá valkosti sem eru í stöðunni," segir Ólína.
Teigsskógur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira